Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 19
heimti sóknargjöld fyrir trúfélög. Meö hliðsjón af norrænni og evr- ópskri hefö virðist þó fátt mæla gegn því aö sú leið sem hér hefur veriö farin veröi áfram notuö. Þá benti kirkjumálaráðherra á aö ýmis ákvæði um starfsmenn þjóðkirkjunnar yröu felld úr lögum þannig aö þeir teldust ekki til op- inberra starfsmanna. Þjóökirkjan mundi þess í stað setja reglur um skipan og ráöningu biskupa, presta og annarra starfsmanna. Umræða í þessa veru hefur í raun verið uppi í tengslum við endur- skoöun á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna hins opin- bera. Virðist koma fastlega til greina aö líta á presta og biskupa sem embættismenn kirkjunnar en ekki ríkisins, burtséö frá því hvort haldið veröi í þjóðkirkjufyrirkomu- lagiö aö einhverju leyti eöa ekki. Breyting af þessu tagi þyrfti ekki aö ógna hagsmunum presta og biskupa þarsem skilgreina mætti stööu þeirra nákvæmlega meö starfsreglum er kirkjuþing setti og miöa þær aö mestu viö núverandi skipan aö ööru leyti en því er tengslin viö ríkisvaldið snertir.3 Auk þeirra laga sem kirkju- málaráöherra telur að þurfi aö fella úr gildi eöa endurskoöa á róttækan hátt, komi til aöskilnaö- ar ríkis og kirkju, nefna forsvars- menn Siömenntar 125. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940 þar sem segir aö hver sem opinberlega dregur dár aö eða smánar trúarkenningar eöa guðsdýrkun löglegs trúarbragöa- félags sem er hér á landi skuli sæta sektum eða jafnvel fangelsi. Telja þeir að greinin geti „varla samrýmst tjáningarfrelsi því er skilgreint er í Stjórnarskrá íslands" enda sé það „meðal mikilvægustu réttinda manna aö geta tjáö sig óhikað um samfélagið sem þeir búa í".4 Hér skal tekið undir þá skoöun að þaö sé á meðal mikil- vægustu réttinda fólks aö geta óhikaö tjáö sig um það samfélag sem þaö býr í. Hinu skal hafnað aö sú lágmarksviröing fyrir trúar- skoöunum og trúariökun sem lagagreinin gerir ráö fyrir skeröi þann rétt eöa setji tjáningarfrelsi manna almennt tilfinnanlegar skorður. Þvert á móti má færa fýrir því rök aö þaö geti vart talist siðmenntuð afstaða aö áskilja sér rétt til aö smána trúarskoðanir samborgara sinna. Á hinn bóginn ber aö sjálfsögöu mjög aö varast aö túlka lagagreinina of víötækt eöa þannig að hún komi i veg fyr- ir málefnalega gagnrýni á kenn- ingu, siði, starfshætti og stööu trúfélaga. Þá viröist full ástæöa til að huga aö refsiákvæöum i þessu efni og færa þau til nútíma- legra horfs. Skiptir þá raunar litlu hver kirkjuskipan ríkisins er enda tryggir ákvæöiö þjóökirkjunni ekki meiri vernd en öðrum trúfélögum í þessu efni. Til viðbótar viö þau lög sem hér hafa verið nefnd segir í svari kirkjumálaráöherra aö „nánast all- ar reglugeröir sem varöa kirkjuleg málefni mundu taka breytingum í samræmi viö þá grundvallarbreyt- ingu sem að skilnaöurinn heföi í för meö sér".5 Það er vissulega rétt en á þaö má benda að eftir gildistöku þjóökirkjulaganna nr. 78/1997 vék mikill fjöldi reglu- geröa og jafnvel laga fyrir starfs- reglum er kirkjuþing setur. Hér er því um tiltölulega einfalt mál aö ræöa sem væntanlega mundi I sjálfu sér ekki breyta miklu um núverandi starfshætti kirkjunnar. Samningsbundin tengsl ríkis og kirkju í svari sínu til þingmannsins taldi kirkjumálaráöherra einnig aö breyta þyrfti samningum sem ríki og þjóökirkja hafa gert sín á milli. Taldi ráöherra að í því sambandi skipti samningurfrá 1997 mestu máli þar sem rikissjóður skuldbatt sig til þess að greiða laun tiltekins fjölda starfsmanna þjóökirkjunnar um leiö og kirkjujarðir runnu til ríkisins.6 Þaö sem máli skiptir er aö þær greiðslur sem ríkiö gekkst undir með samningnum frá 1997 verða ekki felldar niöur bótalaust þar sem þær eru til komnar vegna eignatilfærslu sem einkum átti sér staö á fyrstu tveimur áratugum 20. aldar er rekstrargrundvelli kirkjunnar var breytt, m.a. til að koma kirkjueignum í hendur sjálfseignarbænda. Undir þessum lið benti kirkju- málaráðherra loks á aö ríki og þjóökirkja þyrftu aö semja um vörslu ýmissa menningarverð- mæta er mikla þýöingu hafa fyrir íslenska menningu og þjóðkirkjan hefur umsjón meö.7 Er þar átt viö friðaðar kirkjubyggingar, kirkju- gripi og skrúöa af ýmsu tagi sem telja má til fornminja eöa hafa varðveislugildi af öörum ástæö- um. Loks má benda á aö margir kirkjustaðir eru fornfrægir sögu- staöirsem tryggja þarf viðeigandi reisn jafnvel eftir að hlutverki þeirra sem kirkjumiðstöðva í hér- aði kann að vera lokið.8 Einstök verkefni er ríkið kemur nú að I svari kirkjumálaráöherra var bent á aö viö aðskilnaði þyrfti e.t.v. að endurskoða ákvæði er snúa að guðfræðikennslu viö Háskóla ís- lands.9 í þessu sambandi ber aö gæta þess aö akademísk guöfræöi er ekki stunduð í háskólum ein- vöröungu sem prestsmenntun heldur er hún mikilvægur þáttur í þeirri alhliöa umfjöllun um mann-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.