Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 16
Dr. phil. Guðrún Kvaran Allt tekur enda um síðir Um nýja þýðingu Gamla testamentisins á íslensku Hiö íslenska biblíu- félag hefur á liðnum árum gefiö út nýja þýðingu Gamla testa- mentisins í níu kynn- ingarheftum sem fáanleg eru á skrif- stofu félagsins. Nýjasta heftiö hefur aö geyma þýðingu Sálmanna. Þýöingar- nefndin hefur óskaö eftir athugasemdum frá áhugasömum les- endum Biblíunnar. Eins og flestum er kunnugt hefur um allnokkurt skeið verið unnið að nýrri þýðingu Gamla testa- mentisins á vegum Hins íslenska biblíufélags. Þar sem verklok eru í nánd er rétt að draga saman helstu þætti þýðingarstarfsins og helstu vandamál sem við er að glíma. Engin leið er að gera slíku efni viðhlítandi skil á því rúmi sem ég hef til umráða en ég drep á það helsta. Aðdragandi nýrrar þýðingar var sá að við útgáfu Biblíunnar 1981 var þýðing Gamla testamentisins tekin lítiö breytt úr útgáfunni frá 1912 og endurprentuð. Sumir hlutar Nýja testamentisins voru hins vegar endurþýddir en aðrir endurskoðaðir. Fljótlega var farið að ræða um nýja þýðingu Gamla testamentisins og apókrýfu bókanna með nýja útgáfu allrar Biblíunnar í huga. Það var síðan í árslok 1986 að undirbúningur undir nýja þýð- ingu Gamla testamentisins hófst. Um fyrstu skrefin þarf ég ekki að fjölyrða þar sem ég gerði grein fyrir þeim í Bibliutíðindum en framhald þeirra varð að Biblíufé- lagið og Guðfræðistofnun Háskóla Islands gerðu með sér samstarfs- samning þar sem línur voru lagðar fyrir þýðinguna. Dr. Sigurður Örn Steingrímsson var ráðinn aðalþýð- andi en leita mátti til annarra þýðenda eftir þörfum. Skipuö var þýðingarnefnd sem fara skyldi yfir texta þýðendanna og bera lokaá- byrgð á textanum gagnvart Bibl- íufélaginu. Nefndin hefur unnið eftir erindisbréfi sem birt er í rit- röð Guðfræöistofnunar, Studia Theologica Islandica, 4. hefti sem gefið var út 1990. Þar er m.a. tek- ið fram að sú biblíuþýðing sem unnið er aö sé kirkjubiblía, og viö þýðinguna beri að taka tillit til breiös lesendahóps, notkunar í helgihaldi og biblíuhefðarinnar. Þetta erindisbréf hefur nefndin haft aö leiöarljósi. Nefndin hefur hist á mánudögum frá því að hún tók til starfa, þrjá tíma í senn, en auk þess hefur hún haldið allnokkra heilsdags- fundi á laugar- dög- um. Fundir eru nú orönir hátt á sjötta hundrað. Vinnan hefur lengst af farið þannig fram að þýðingar- nefndin tók viö textum frá þýð- endum, fór rækilega yfir þá og hafði við höndina nýlegar erlendar þýðingar á ýmsum tungumálum auk innlendra hjálpargagna. Þegar yfirferö yfir rit var lokið kom þýð- andi á fund hjá þýðingarnefndinni og breytingartillögur voru ræddar. Eftir þaö var gengið frá textanum til kynningar. Nefndin hefur nú sent frá sér fyrstu yfirferð yfir allt Gamla testamentið og hafa text- arnir birst i níu kynningarritum sem Hiö íslenska biblíufélag hefur gefið út. Óskað hefur verið eftir viðbrögðum viö textanum en færri lesendur hafa látiö frá sér heyra en við höfðum vænst. Frá einum lesanda hafa þó borist athuga- semdir við öllum átta heftunum og annar las talsvert í fyrstu sex. Nokkuö barst að visu af athuga- semdum og ábendingum við fyrs- ta heftinu. Flestar snertu aðeins einstök orð eöa orðasambönd eins og eðlilegt er, þar sem málsmekk- ur manna er misjafn. Aðrar tóku til stílsins eða annars skilnings á textanum. Það sem ég nú hef nefnt er í stuttu máli ytra umfang starfsins en nú ætla ég að snúa mér að sjálfum textanum og vinnunni við hann. Margar ákvarðanir hefur þurft að taka sem ekki voru auð- veldar viöfangs. Áður en ég kem aö þeim ætla ég að lýsa stuttlega meginatriðum í starfsreglum þýð- ingarnefndar. Þýtt var úr hebresku eftir Biblia Hebraica Stuttgartensia og aðeins var vikið frá þeim texta ef nauðsyn kraföi. Við yfirferðina er stuðst viö íslenskar og erlendar Biblíur og svo að sjálfsögöu við erindisbréfið sem áður var nefnt. 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.