Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 18
Dr. theol. Hjalti Hugason Hverju breytir aðskilnaður ríkis og kirkju? Inngangur Síðustu misseri hefur aðskilnaöur ríkis og kirkju veriö nokkuð til um- ræðu ekki síst eftir ummæli sem biskup lét falla á kirkjuþingi 2002. Hér verður ekki fjallað um aðskiln- aöinn sem slíkan heldur oröið viö beiðni ristjóra um aö takast á við ofangreinda spurningu.1 Mörgum hættir til aö mála skrattann á vegginn þegar að- skilnað ber á góma og sjá fyrir sér að við hann muni starf kirkjunnar a.m.k. í dreiföum byggðum hljóta mikinn hnekki. Þeirsem lengst ganga í þá átt virðast líta svo á að þau 86 % sem tilheyra þjóð- kirkjunni séu þar aöeins af göml- um vana. Þetta lýsir vantrú á sambandi kirkjunnar og þjóðar- innar sjálfrar en þau tengsl eru mun þýðingarmeiri en tengsl kirkjunnar við ríkið. Eftir aðskilnað munu allir nú- verandi félagar í þjóðkirkjunni áfram tilheyra evangelísk-lúth- ersku meirihlutakirkjunni nema þeir segi sig úr henni. Ekki er ástæða til að ætla að breyting á sambandi ríkis og kirkju hrindi af stað bylgju fjöldaúrsagna. Þegar til lengdar lætur kann þó að koma til þess, a.m.k. ef þaö hefur fjárhagslegan ávinning í för með sér að standa utan trúfélaga. Stærð kirkjunnar mun síðan ráða mestu um stööu hennar og hlut- verk í samfélaginu og þau tengsl sem óhjákvæmilegt virðist að gera ráð fyrir að muni veröa á milli hennar og ríkisvaldsins þrátt fyrir aöskilnað. Svar Sólveigar Péturdóttur fyrrv. kirkjumálaráðherra við fyrir- spurn Þorgerðar K. Gunnarsdóttur alþingismanns (D) um aðskilnaö ríkis og þjóðkirkju á Alþingi í nóv. 2002 gefur visbendingar um atriði sem koma til álita, verði af að- skilnaði. Þarvoru eftirfarandi at- riði nefnd þó í annarri röð sem hér er viðhöfö. í stefnumótun samtakanna Siðmenntar er einnig aö finna ýmsar vangaveltur um nauösynlegar breytingar.2 Þættir í stjórnskipan, lögum og reglugerðum Ráðherra benti m.a. á að núver- andi löggjöf um sóknargjöld, Jöfn- unarsjóð sókna, Kirkjumálasjóð o.fl. atriði fjárhagslegs eðlis yrði að fella niður. Hugsanlega kæmi önnur löggjöf um fjármál trúfélaga í staðinn, svo sem um innheimtu rikissjóös á gjöldum til trúfélaga á sama hátt og tíökast í Svíþjóö og Þýskalandi. Samtökin Siðmennt eru mótfallin því að ríkið inn- 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.