Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 36

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 36
M Hrönn Svansdóttir Kristy Starling Hún er ein þeirra sem er alltaf syngjandi. Hún er tuttugu og tveggja ára, nýlega gift og er ný- búin aö gefa út fyrsta diskinn. Hann hefur fengið frábærar viö- tökur. Eg heyröi hann fyrst fyrir nokkrum mánuöum, þaö var áöur en hann kom út og mér haföi ver- iö sent prufueintak. Þaö var mér strax Ijóst frábær söngkona sem haföi meö sér hæfileikaríkt fólk meö mikla reynslu. Kristy Starling er uppalin í Oklahoma City, yngst í fjögurra manna fjölskyldu. Hún er alin upp á kristnum grunni og umvafin tón- list alla tíö, strax á meðgöngunni byrjaði mamma hennar að syngja fyrir hana. Kristy kom fyrst fram i skólasöngleikjum og í kirkjunni. Mamma hennar gaf henni hljóm- snældur meö Whitney Houston og Mariah Carey og Kristy lærði þær utan aö, hverja einustu nótu. Þegar kom að unglingsárunum þá fór hún aö finna fyrir mikilli sviöshræöslu, og fór hún aö syng- ja meö hópum til þess aö vinna bug á þessu. Hún var hvött til þess aö ganga skrefi lengra og syngja einsöng. Löngunin til aö veröa góö söngkona ýtti henni áfram og hún hofðist í augu viö óttann. Þaö gekk ekki vel í fyrstu en fljótlega kom í Ijós að hún gat það sem hún ætlaði sér og haföi mikla sönghæfileika. Hún tók þátt í keppni sem heitir „Fine Arts" og er haldin um öll Bandaríkin og tvö ár í röö lenti hún í ööru sæti á landsvísu. Þaö var svo dag einn aö tengdamamma hennar rakst á auglýsingu um keppnina „Today's Superstar" í morgunþætti „NBC News". Kristy var ein þeirra 4.100 umsækjenda um þátttöku i keppn- inni og lenti hún í ööru sæti. í framhaldi af því haföi samband viö hana einn þekktasti upptöku- stjóri í heiminum David Foster, hann hefur m.a unniö með Whitn- ey Houston, Celine Dion og Josh Groban, hann vildi vinna með Kristy og bauð henni samning hjá Warner Bros Records. Þaö haföi komiö fram í viðtölum aö hún væri kristin og vildi syngja kristi- lega tónlist og hún hélt fast í það. Þeir tóku tillit til þess og hún hef- ur nú gert fyrsta diskinn sinn fyrir Warner Bros Reeords. Kristy þráir aö vera góð fyrir- mynd og minnir á aö draumar rætast, og ef viö reynum nógu mikiö þá getum viö hvaö sem er. Gleði - Gospelkór Fíladelfíu Þaö er alltaf gleðiefni hjá mér þegar nýr íslenskur, kristilegur geisladiskur kemur út. í lok júlí í sumar var gleðin tvöföld þegar út kom diskur sem ég átti sjálf þátt í, og þótti viðeigandi að hann fengi nafnið Gleði og er hann meö Gospelkór Fíladelfíu. Nafniö kom reyndar líka til af því aö fyrstu 4 lögin fjalla um gleði. Diskurinn er sérstakur fyrir nokkur atriöi. Hann er tekinn upp beint, þ.e. á tónleikum og sam- komum og hefur þaö form veriö mjög vinsælt í lofgjörðartónlist. Þannig verður tónlistin líflegri og allt getur gerst, nýjar linur veröa oft til og talað er um ákveðna nærveru í tónlistinni sem oft næst ekki í hljóðveri. Diskurinn er tek- inn upp um leið og sjónvarpsupp- tökur fyrir Ríkissjónvarpið hafa veriö í Hvítasunnukirkjunni Fíla- delfíu, á jólatónleikum 2001 og 2002 og hvítasunnumessu 2002 og 2003. Þar sem þetta nær yfir langt tímabil þá koma mjög marg- ir að tónlistarflutningnum; 32 í kórsöngnum, 9 einsöngvarar og 12 hljóöfæraleikarar koma að flutningi þeirra 18 laga sem eru á disknum. Tónlistarstjóri er Oskar Einarsson og umsjón meö útgáfu er í höndum undirritaðrar og út- gefandi Hljómar. Hönnun um- slagsins var í höndum Guöjóns Hafliðasonar og leitaöist hann við aö sýna það líf sem er í tónlist- inni, textarnir fylgja meö og eru 56 myndir úr leik og starfi tónlist- arstarfsins inn á milli í umslaginu. Von okkar er sú aö þessi diskur færi áheyrandanum sömu gleöi og tónlistin hefur fært okkur i undir- búningi og flutningi. Höfundur er upplýsingafulltrúi og rek- ur auk þess netverslunina hljomar.is. hljomar@hljomar.is 36

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.