Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 27
Heiga Vilborg Sigurjúnsdóttir Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönn- um. Drottinn er í nánd. Veriö ekki hugsjúkir um neitt heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs sem er æðri öllum skilningi mun varð- veita hjörtu yðar í Kristi Jesú. Fil. 4:4-7 Þessi orð Páls postula hafa veriö mér hugleikin að undan- förnu.Hann segir: „Verið ávallt glaöir..." Hann segir ekki verið stundum glaðir eða veriö glaðir þegarvel gengur, nei hann segir ávallt sem merkir alltaf, hvenær sem er og í hvaða aðstöðu sem við erum. En hvernig er það mögu- legt? Við sem lifum hér á þessari jörð þekkjum mætavel að lífið er ekki alltaf auðvelt. Við verðum fyrir þjáningum og erfiðleikum. Sorg og sjúkdómar herja á okkur og þegar viö horfum á það sem er að gerast út i heimi sjáum við jafnvel enn meiri þjáningu, stríö, hungur, fólk hneppt i þrældóm og þannig getum við endalaust talið upp. Hvernig er hægt aö vera ávallt glaður í slíkum heimi? Þegar Páll skrifaði þessi orö til safnaðarins í Filippí sat hann Guði sjálfur í fangelsi. Hann þekkti vel þjáningar þessa heims en hikaði þó ekki við að skrifa söfnuðinum þessi uppörvunarorð vegna þess að hann þekkti hina sönnu gleði. Svarið viö spurningunni hér á undan felst í orðunum sem næst koma í textanum: „Verið ávallt glaðir í Drottni." Orðið gleði getur haft marg- víslega merkingu. Við getum virst glöð og kát á yfirborðinu en hver- su djúpt nær gleðin? Gleðin sem Páll er aö tala um i textanum er sú gleði sem Drottinn Guð einn getur gefið. Hún gerir manni kleift að gleðjast þrátt fyrir erfiðleika og þjáningu. Gleði yfir þvi að eiga Drottin Jesú Krist sem leiðtoga og frelsara sem leiðbeinir og huggar á erfiðum stundum. Stundum leyfir Guð þjáning- una i lífi okkar til þess að við skiljum hversu stórkostlegur hann er og hvers hann er megnugur. Það hef ég sjálf oft upplífaö í mínu eigin lifi og ekki síst núna undanfarið. í gegnum veikindi, missi og fleiri þrautir hefur Guð kennt og sýnt mér svo margt. Hann hefur sannfært mig um það að hann leyfir ekki meira en það sem ég get boriö. Hann hefur leyft mér að upplifa hvernig hann getur blessað i gegnum erfiðleikana og snúiö þeim til góðs. Hann hefur sýnt mér hvernig hann ber mig yfir erfiðustu hjallana og siðast en ekki síst hefur hann í gegnum þetta allt kennt mér að gleðjast þrátt fyrir erfiðleikana. Ég hef fengið að upplifa á svo áþreifan- legan hátt þessa sönnu gleði og þann frið sem Páll talar um i Fil- ippíbréfinu. Ef til vill er einhver sem hugsar þá: „En ég? Hvað meö mig? Hvers vegna hef ég ekki fundiö þessa sönnu gleöi? Hvernig öölast ég þessa gleði?" Svarið fáum viö þegar við lesum áfram: „Verið ekki hugsjúkir um neitt heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði meö bæn og beiöni og þakk- argjörö." Viö þurfum ekki annað en að koma fram fyrir Guö og leggja allt okkar traust á hann. í því þjóöfé- lagi sem við lifum er auðvelt að vera hugsjúkur eða áhyggjufullur og nú þegar jólin nálgast finnst mörgum að þeir séu að bugast af streitu og álagi einmitt þegar við ættum aö nota timann til aö gleðjast og vera í friði og ró. En einmitt þá er svo mikilvægt að gefa sér tíma með Honum sem vill taka á móti hverjum og einum með frið og sanna gleði. í mínum huga er þakkargjörðin lykilhugtak í þessu samhengi. Við getum alltaf fundið eitthvað sem við megum þakka Guði fyrir. Það aö koma fram fyrir Guð í þakkargjörö opnar leiðina að þessari sönnu gleði. Það gerist þegar við opnum augu okkar fyrir öllu því sem Guð hefur gert fyrir okkur og þvi hversu stórfeng- legur hann er. Jafnframt þakkar- gjörðinni megum við svo leggja byrðarnar sem íþyngja okkur við fætur hans og taka á móti friöin- um sem hann vill færa okkur: „Og friöur Guðs sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú." Það er sá Kristur Jesús sem fæddist i þennan heim sem litið fátækt barn og var lagö- ur í jötu, sá sami Jesús Kristur og var svikinn, hæddur, píndur og að lokum deyddur á krossi, sá sami Jesús Kristur sem reis upp og sigr- aði dauðann, sonur Guös sem vill gefa þér friö og sanna eilífa gleöi. Megi Guð gefa þér og þínum GLEÐILEG jól! Höfundur er tónmenntakennari og kórstjóri barna- og unglingakóra Hall- grímskirkju. hvs@hallgrimskirkja.is

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.