Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 21
Vopn og vangar Um viðhorf kristins fólks til stríðs Ég ólst upp í Breiðholtinu ein- hvern tíma á síðustu öld. Stund- um ímynduðum við félagarnir okkur að við værum hermenn - meö byssur og handsprengjur. Niðurgrafin og yfirgefin eftirlits- skýli frá tímum síöari heims- styrjaldarinnar geröu það að verkum að okkur fannst við vera alvöruhermenn. Imynduð byssu- skot okkar bergmáluðu í Vatns- endahlíðinni. Þetta var það næsta sem viö komumst hernaði. Jafnaldrar okkar i öörum lönd- um léku sér í svipuöum leikjum - en ólíkt okkur áttu sumir þeirra síðar eftir að kynnast raunveru- leikanum; alvörubyssum, alvöru- sprengjum - jafnvel alvörustriöi og alvöruákvörðunum. Hermenn í stríði standa frammi fýrir siöferöilegum spurn- ingum sem viö íslendingar getum ekki skotiö okkur undan að svara einnig. Á kristinn maöur alltaf að bjóða hina kinnina eða má hann taka upp vopn og drepa - og þá hvenær? í þessari grein verða viðhorf kristins fólks til stríðsátaka skoð- uð í því Ijósi sem nokkrir erlendir fjölmiðlar hafa varpað á málið. Þó hér verði að mestu rætt um stríð almennt veröur ekki hjá þvi kom- ist aö nefna yfirstandandi átök i írak enda deila menn mjög um réttmæti hernáms bandamanna þar. Nú hefur verið barist þar í um niu mánuði samfleytt og mörgum banvænum skotum hefurverið hleypt af og sprengjur sprengdar. í vösum sumra hermanna leynast Nýja testamenti innan um byssu- kúlurog annan striðsbúnað. Þeir mæta á biblíulestra og bæna- stundir að loknum „vinnudegi" og vita fullvel aö þeir hafa ekki stuöning allra trúbræðra sinna til starfans. Ráttlátt stríð Það er ekkert nýtt að kristin kirkja deili um réttmæti stríðs og vald- beitingar. Ágústínus kirkjufaðir (354-430) velti þessum hlutum fyrir sér og varpaöi fram því sem siðarvarð kenningin um réttlátt stríð og fjölmargar kirkjudeildir nota sem viðmiðun fyrir réttlæt- ingu stríðs. Þar segir m.a. að rétt- látt stríö sé aðeins neyöarúrræði í sjálfsvörn og ekki megi hefja stríð

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.