Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 7
Altarisgöngur voru víðast hér á landi nálega horfnar. En nú eru þærvíða í hverri messu. Og al- menn þátttaka í þeim. Ef menn hefðu séð þetta fyrir sér fyrr á árum heföi þeim þótt þetta vera algjört kraftaverk. Þetta veröur aö teljast mjög jákvætt tákn um end- urnýjun í lífi kirkjunnar. Heldur þú aö allir gangi til altaris afheilum huga? Þó svo að viö getum ekki rann- sakað hjörtun og nýrun, þá verðum við að líta svo á aö hér sé um aö ræða trúarlega vakningu. Þetta er merki um lifandi trú. Píetískar vakningar fyrri tíma höfðu ýmislegt að athuga viö iðkanir sem menn töldu ekki rista djúpt en vera frekar siður. Þessi viöhorf áttu sinn þátt í að brjóta vissar kirkjulegar hefðir, svo sem altarisgöngur. Þetta voru skiljanleg sjónarmiö og iðkun sem er tómur vani er vitaskuld lítils virði. En spurning er hvort góður vani er nokkurn tíma alveg tómur. Líf okkar byggist að miklu leyti á venjum. Spurningin er hvort venj- urnar eru góðar eða vondar. Ég fyrir mitt leyti þarf á því aö halda að temja mér ákveðna hluti, svo sem þaö að biðjast fyrir á vissum stundum dags. Og fara þá jafnvel oft og einatt með orð sem eru vanabundin, sem jafnvel er barns- vani að fara með. Ég get ekki full- yrt að alhugur fylgi máli ævinlega. Ég veit að þaö gerist oft. Jafnvel þegar hugurinn er ekki allur i því sem ég er að segja þá er það engu að siður dýrmætt. samt ævinlega í skoröur og fastar venjur. Þær veröa aðeins öðruvísi en hinar eldri venjur og hefðir, yf- irleitt ekki innihaldsríkari en það sem verið var að hafna. Hér er vitanlega um að ræða að hafa augun opin til beggja hliða og forðast óhóflegar öfgar og einstrengingshátt. En trúarlegt uppeldi er fólgið í því að temja sér venjur. Þaö er alveg Ijóst. Öll heil- næm iðkun og reyndar allt nám er fólgið í þessu sama. Tileinkun ákveðinna hluta þannig að þeir verði samgrónir manni og hluti daglegs lífs, því að lifa lifinu. Guöræknin er sama eðlis á sinn hátt. Það þarf reglu í trúræktina rétt eins og líkamsræktina. Hún er i ýmsum deildum eins og kunnugt er. Hér hefur hin heilaga almenna kirkja, sem við játum trú á i trúarjátningunni, sinn svip og form sem sagan hefur mótaö. En það er kristin trú sem hún boðar og þjónar. Þegar ríkið lýsir því yfir að það styðji þessa kirkju þá er En trúarlegt uppeldi er fólgið í því að temja sér venjur. Það er aiveg Ijóst. Öll heilnæm iðkun og reyndar allt nám er fólgið í þessu sama. Tileinkun ákveðinna hluta þannig að þeir verði samgrónir manni og hluti daglegs lífs, því að lifa lífinu. Vaninn getur þá veriö okkur til góös? Já, aö fylgja þessum vana og ég veit hann hefur áhrif. Heilög orð verka ekki síður á dulvitund en vökuvitund, og það er nú einu sinni svo um dulvitund okkar að hún ræöur ákaflega miklu um við- brögð okkar í lífinu. Það vita aug- lýsendur meðal annars. Að þrá- staglast á sömu orðunum í sjón- varpi og útvarpi, eða bregða upp sömu myndunum aftur og aftur, það verkar á dulvitund okkar. Þetta ræður oft viðbrögðum okkar þegar til á að taka. Þar sem allt á að vera frjálst og ferskt, þar sem öllum vana er hafnað, falla menn Spurningin um tengsl ríkis og kirkju er alltafað koma upp á yfir- borðið viö og viö. Hvaö heldur þú að sé framundan í þvi efni? Ég vil engu spá um það hvaö framundan er I því efni. En hins vegar finnst mér margt sem sagt er um þessi mál vera ákaflega vanhugsað og sumt furðulega grunnhugsað sem kristnir menn láta sér um munn fara um þetta. Það samband ríkis og kirkju sem er lögfest í stjórnarskránni er ekki fólgið i öðru í raun og veru en þvi að íslenska ríkið lýsir því yfir að það styðji kristna trú. Kristin kirkja hefur tekið ýms- um myndbreytingum í sögunni. þaö að lýsa því yfir aö það vilji styöja kristna trú og stuðla að kristnum áhrifum á þjóðlifiö. Rofin tengsl rikls og kirkju verða þá neikvœð? Svör við því eru misjöfn. Við gerum ráð fyrir því að einhver hugsun sé á bak við svörin. Hvaöa viðhorf til kristinnar trúar stjórna þeim? Ýmsir sem hafa hæst um aðskilnað rikis og kirkju eru vitan- lega þeirrar skoðunar að það eigi að skilja þjóðina algjörlega við kristin áhrif. Þá yrði stefnan m.a. sú, að öll friðhelgi kristinna há- tiða og helgidaga yrði numin úr lögum. Og væntanlega yrði líka að 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.