Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 26
dag og annað á morgun. Það er mjög algengt að á meðan þetta tímabil stendur yfir verji báðir að- ilar sig gagnvart ytra umhverfi, einangri sig frá vinum og fjöl- skyldu. Það hjónanna sem tekur af skarið og fer fram á skilnað lendir oftast í sökudólgshlutverkinu og er þess vegna haldið mikilli sekt- arkennd, jafnvel þó að hinn aðil- inn hafi sífellt hótað skilnaði. Sú eöa sá sem situr eftir finnur fyrir höfnun jafnvel þó hún eða hann hafi íhugað skilnað í langan tíma. Framkvæmd Osk eða ákvörðun um skilnað get- ur komið alls óvænt, óskin er bor- in fram og viðkomandi fer af heimilinu fyrirvaralaust. Svo getur það líka gerst að óskin er borin fram hvað eftir annað, oft án þess að aðgerðir fylgi. Það getur leitt til þess aö hinn hættir að taka mark á hótununum. Aðdragandi getur verið mis- langur, en þegar kemur að fram- kvæmd skilnaðar gengur þaö oft- ast fljótt fyrir sig. Þá þarf aö huga að ýmsu, það þarf að skipta eign- um, ákveða hver á að búa hvar. Það þarf að komast að samkomu- lagi um forræði og umgengni við börn. Á þessu tímabili geta væn- stu menn og konur breyst í kröfu- harða, ágjarna hrokagikki, aö minnst kosti í augum hins! Úrvinnsla og endurmat Flestir sem ganga í gegnum skiln- að vilja standa vel að málum, skil- ja í vinskap, „vera vinir" eins og oft er sagt. Það er hins vegar ekki auðvelt fyrir tvo einstaklinga sem ekki hafa getað komið sér saman um grundvallaratriði í hjónabandi að koma sér saman þegar hjóna- bandi er að Ijúka. Til þess að svo megi verða þarf að fara fram úr- vinnsla og endurmat, endurmat á grundvallarskoðunum, endurmat á hlutverkum, endurmat á félags- legri stöðu svo eitthvað sé nefnt. Það er mikilvægt að skoða vel og kannast viö tilfinningar sínar. Það er mikilvægt að vinna úr sár- um tilfinningum sem upp koma, stundum að því er virðist óvænt. Það er dýrmætt að öðlast kjark til að sýna börnunum sínum tilfinn- ingar; þora aö gráta með þeim, hlusta á þau og taka við tilfinn- ingum þeirra. Umfram allt er gott að sleppa tökum á því sem veldur sársauka, en halda öðru sem er dýrmætt og geymir góðar minn- ingar. Það er sérstaklega mikil- vægt fyrir börnin. Það er mikilvægt aö endur- meta viðhorf sín til ýmissa mála, til dæmis getur maður geymt innra með sér erfið viöhorf gagn- vart skilnaði. Kannski hefur maður einhvern tíma heitið því að „aldrei skuli börnin min þurfa að ganga í gegnum að foreldrar þeirra skilji." Kannski glími ég við neikvæða mynd af því hlutverki sem mér finnst ég er komin í; „fráskilin, einstæð móðir, helgarpabbi", svo eitthvað sé nefnt. Það er mikilvægt að endur- skoða hugmyndir sinar um frí- stundir og hvað við gerum okkur til skemmtunar. Margirverða hálfgerðir unglingar fyrst eftir skilnað, fara að stunda skemmt- analífið af miklum krafti til að fylla upp í einmanaleikann. Það verður aftur á móti oftast til þess að auka á tómleikann og vanmátt- inn. Það er mikilvægt að finna nýjar leiðir til að mynda tengsl, leiðir til að takast á við nýjar að- stæður. Það er mikilvægt að setja sér ný markmið, móta sér nýjan skilgreiningaramma, endurskoöa líf sitt út frá nýjum forsendum. Ef vel tekst til þá kemur sáttin afturog með henni fyrirgefningin. Því sáttari sem maður verður við sjálfan sig og aðstæöur sina, þeim mun betur líður börnunum og þeim mun betur gengur að eiga samskipti við fyrrverandi maka. Við skulum ekki gleyma því að það er börnunum afar dýrmætt að friður ríki á milli foreldranna. Ekk- ert vekur hjá þeim eins mikinn sársauka viö skilnað eins og þegar þau upplifa togstreitu milli for- eldra sinna, eða ef þau halda að foreldri sé að hafna þeim. Ekkert vekur þeim eins mikla sorg og þaö að þurfa að velja milli foreldra sinna. Að harma og syrgja þaö sem maður hefur misst er ekki veik- leikamerki, heldur eðlilegur þáttur þess að vera manneskja. En að ala á sorginni og vonbrigöunum getur svipt okkur þeirri gleði að geta orðið þeir einstaklingar sem Guð hefur skapað okkur til að vera. Guð hefur skapað okkur öll með fjölda eiginleika. Það er ekki sjálfsagt að þeir fái að blómstra eða þroskast. Þaö er á okkar ábyrgð að reyna allt sem við getur til þess að svo megi verða. Það er gott að minnast orða Drottins sem eru skráð í spádómsbók Jer- emía, ekki síst á erfðum stundum, en þar stendur: „Því að ég þekki þær fyrirætl- anir, sem ég hefi i hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætl- anir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður von- arrika framtíð. Þá munuö þér ákalla mig og fara og biðja til mín, og ég mun bænheyra yður. Og þér munuö leita min og finna mig. Þegar þér leitiö mín af öllu hjarta, vil ég láta yður finna mig, segir Drottinn, og snúa við högum yðar." (Jer. 29:11-14a) Höfundur er prestur í Grafarvogssöfn- uði. srannas@ismennt.is 26

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.