Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 39

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 39
Vögguljóð hirðanna Ó, soföu, blessaö barniö frítt, þú blundar vært og rótt. Þig vængir engla vefja blitt og vindar anda hljótt. Af hjarta syngja hjarðmenn þér til heiðurs vögguljóö sem tér: Soföu rótt, soföu rótt, vært og rótt, soföu rótt. Af móöurást sú mærin kær þér mjúkan gerir beö. En Jósef frómur færist nær og fylgist hljóður með. Viö lágan stallinn lömbin smá í lotning þögul horfa á. Soföu rótt, soföu rótt, vært og rótt, soföu rótt. Þú hvílir mjúkt viö móðurskaut svo milt og fjarri vá. En senn mun krossins þunga þraut og þjáning bjáta á. Ó, Jesúbarn, þín vernd og vörn oss vefji öll hin hrelldu börn. Sofðu rótt, soföu rótt, vært og rótt, soföu rótt. Þorgils Hlynur Þorbergsson, umyrking, stuöst viö þýska og enska þýöingu. Komið þér hirðar Komiö þér hiröar, þér konur og menn komið, því barnið frítt lítiö nú senn. Frelsarinn Kristur oss fæddur nú er Föðurinn tigna og lofa því ber. Óttist ei þér! Litum þá til hans, því lágan i stall lagöur hann var, oss enn hljómar þaö kall. Oss er þaö boöaö, vér berum þá frétt i Betlehem Jesús er, þaö er víst rétt. Gleðjist Guös stétt! Flytja nú englarnir fagnaðarlag fjárhiröum Betlehemsvalla í dag. Veröi nú friðurinn víða um jörð og velþóknun yfir oss mannanna hjörö. Þökk sé þér gjörö! Þorgils Hlynur Þorbergsson, sálmurinn er þýddur úr þýsku. Harka í Afganistan Talíbanar, harölinumúslimar sem eitt sinn réöu ríkjum í Afganistan þar til Banda- ríkjaher kom þeim frá völdum, eru enn að í landinu og myröa fólk. Fyrir nokkru var ráöist á bíl hjálparsamtakanna Sjálfboða- hreyfing fyrir uppbyggingu Afganistan (VARA) og voru starfsmaður samtakanna og ökumaöur myrtir. Mullah Abdul Samad tjáöi fréttastofunni Reuters aö talíbanar bæru ábyrgö á árásinni. „Viö berum ábyrgð á öllum árásum á frjáls hjálpar- samtök í landinu... sem eyðileggja trú Af- gana á islam. Þeir dreifa kristilegu lesefni og boöa kristna trú meðal fólksins... Allir sem vinna í Afganistan aö hagsmunum Bandaríkjanna og krossfarar eiga skiliö að deyja." Ekki var aö sjá aö sjálfboöasam- tökin hafi nokkur trúarleg tengsl, en Mo- hammed Ismail, talsmaður þeirra, segir aö hætt hafi veriö viö öll verkefni í suður- hluta landsins og starfsmenn beðnir um aö snúa aftur til skrifstofa sinna. (christi- anitytoday.com, 26. sept.) Erfitt fyrir fá- menna trúarhópa í Slóvakíu Fámennum trúarhópum er gert erfitt fyrir í Slóvakíu, þar sem lög landsins kveöa á um aö bannað sé aö skrásetja opinberlega trúarsamfélög sem telja færri en 20.000 manns. Þau geta þvi engan veginn byggt samkomuhús þar sem þau geta komið saman og lofað Guö. Hin kristnu geta ein- ungis lifað ein i sinni trú eöa komið sam- an i heimahúsum. Án löglegrar skráningar getur kirkja ekki stjórnað löglegum gift- ingum eöa jarðarförum og er ekki leyft að starfa í skólum eöa fangelsum. Fimmtán trúarsamfélögögum sem skráð voru á tima kommúnismans tókst aö halda þessari stööu sinni, en níu þeirra tókst ekki aö uppfylla þennan 20.000 meölima þröskuld. Jan Duran, sem stýrir kirkjumálum innan menningarmálaráöuneytistins, segir aö þrátt fyrir þessi rök veiti embætti hans honum einungis vald til þess að fylgja lög- unum eins og þau eru í dag. Mikilvægt er aö biöja fyrir hinum kristnu sem koma saman í smáum hópum, að þau finni fyrir nærveru Jesú, og aö þau fái styrk til aö vitna um Guös ríki meö djörfung. (Forum 18 News Service) 39

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.