Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 15
Það ætti því að vera fastur liður, að við fáum tækifæri til þess að leggja fram gjafir okkar í hvert sinn er við komum saman til guðs- þjónustu eða samkomu í Drottins nafni. Þetta hefur því miður oft verið vanrækt í okkar kirkju hér á íslandi. okkur og kallar okkur til samfélags við sig. Þaö ætti að vera okkur gleði að hlýönast því kalli, fá að njóta þeirra gjafa kærleikans sem hann gefur og fá að taka þátt í útbreiðslu ríkis hans. En til þess að svo megi verða, þarf hann á trúum ráðsmönnum að halda, ráðsmönnum sem eru fúsir að þjóna og gefa. Til aö byrja með getum við sagt að þaö sé rétt og biblíuleg nálgun að spyrja: „Hversu mikið?" en ekki: „Hversu lítið?" Ég hef þegar nefnt, að við eigum að gefa af örlæti og gleði, en ekki með nauðung. Munum hvað segir I Orðskviðunum: „Sumir miðla öör- um mildilega, og eignast æ meira, aðrir halda í meira en rétt er, og veröa þó fátækari." (11:24). Við eigum aö gefa eftir efnum okkar og aðstæðum (sbr. Post. 11:29), en þó aðeins það besta. Þ.e.a.s. gefa þannig, að við finnum fyrir því, en séum ekki bara að gefa molana sem eftir verða á boröinu þegar við höfum gert allt það sem hugurinn girnist. Þessa ákvöröun ættum við aö taka í einlægni frammi fyrir augliti Drottins, um leið og við ihugum náð hans og kærleika til okkar, þegar hann var fús að fórna öllu okkar vegna. Og síðan ættum við að hafa það fyrir reglu, að endur- skoða ákvöröun okkar reglu- lega og skoöa það, hvort viö getum bætt ein- hverju viö. Það má vera öll- um Ijóst, að við get- um léttilega eytt öll- um tekjum okkar og meira til, án þess að láta neitt af hendi rakna til starfsins í Guðs ríki. Munum þvi orð Drottins, er hann segir við okkur: „Gætið yðar, og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum, þótt auðugur sé." (Lk. 12:15). Við þurfum því að koma fram fyrir auglit Drottins í auðmýkt og bæn, og leggja þetta málefni í hans hendur og biðja um visku til að taka réttar ákvarðanir og fylgja þeim síðan eftir af trúmennsku. Minnumst í þessu sambandi orða Davíðs konungs: „Því að hvað er ég, og hvaö er lýöur minn, að vér skulum vera færir um að gefa svo mikiö sjálfviljuglega? Nei, frá þér er allt, og af þínu höfum vér fært þér gjöf." (1. Kron. 29:14). Gleym- um því aldrei, að allt það, sem við erum vön að kalla okkar, höfum viö þegið af honum og það er því í raun hans. „Launin“ Viö skulum því leggja allt okkar ráð í Drottins hendur, þiggja gjafir hans og treysta honum. Hann treystir Við þurfum því að koma fram fyrir auglit Drottins í auðmýkt og bæn, og leggja þetta málefni í hans hendur og biðja um visku til að taka réttar ákvarðanir og fylgja þeim síðan eftir af trúmennsku. Og minnumst þess að lokum, að það aö gefa er ekki aðeins skylda okkar kristinna manna heldur einnig forréttindi. Það gerir ekki aðeins kröfur til okkar, heldur færir okkur ómælda blessun. Sá maður, sem er fús að leggja jarð- neska „fjársjóði" sína í Drottins hendur, fær fljótt að reyna það, að hann er tekinn að safna fjár- sjóðum á himnum. Því það er sannarlega rétt, sem Drottinn seg- ir, að „sælla er að gefa en þiggja." (Post. 20:35). Höfundur er prófastur og sóknar- prestur I Breiöholtskirkju. srgisli@kirkjan.is 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.