Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 4
Ragnar Gunnarsson Litið inn til Sigurbjörns biskups Fimmtudagsmorgun nokkurn, seinni hluta nóvember, lá leiö mín í Kópavoginn i heimsókn til Sigurbjörns Einarssonar og Magneu Þorkelsdóttur. Þar hafa þau búiö síðan Sigurbjörn lét af embætti biskups fyrir 22 árum, en því embætti gengdi hann í önnur 22 ár þar á undan. Hann vígðist til prests áriö 1938 og átti því í ár 65 ára vígsluafmæli. Æviárin aö baki eru 92 talsins. Og enn er hann að. Sigurbjörn tók brosandi á móti mér í ganginum og bauð mig vel- kominn í bæinn um leið og hann rétti mérvinstri höndina. Hægri handleggurinn var i gifsi. Má ef til vill segja að það hafi komið til af Burðarásinn í kirkjulífinu var heimilisguðræknin. Hún var sjáif- sagður og veigamikill þáttur í lífi fólks í sveitum landsins. Sú breyting sem er mest áberandi í kirkjulegu tilliti snýr að heimilisguðrækninni. góðu þar sem hann var aö grípa Magneu og forða henni frá falli þegar hann brákaðist sjálfur. Kær- leikur og gagnkvæm virðing þeirra hjóna leynir sér ekki. Ætlunin var að ræða um þjóð- líf, kirkjulíf og trúarlíf í stuttu spjalli fyrir lesendur Bjarma. Sigur- björn sparar ekki góðu oröin um blaðið og þróun þess liðin ár. Hann telur það taka öðru fram með um- fjöllun um margt það sem ofarlega er á baugi og á dagskrá, bæði í samtímanum og kirkjum landsins. Hrósið er til Gunnars J. Gunnars- sonar, fyrrum ritstjóra Bjarma sem nú situr á skólabekk i Svíþjóð, og þeirra sem með honum störfuðu viö útgáfu blaðsins í 22 ár. Við skiptumst á fréttum og setjumst niður í hlýlegri stofunni. Fyrsta spurningin til Sigurbjörns varöar breytt samfélag og breyttan heim, hvaö hann álitl vera jákvœtt og nelkvœtt viö þá þróun sem aö baki er. Sá heimur sem ég kynntist fyrst er horfinn og kemur tæplega aftur. Ég hef tekið undir þaö sem fleiri hafa sagt að í rauninni hafi ég lifaö þúsund ár, því það ísland sem ég fæddist til var að miklu leyti í sömu skorðum og það hafði veriö, atvinnulega séð og hvað lífshagi snerti, eins og það hafði verið, öld af öld, allt frá fornöld. Ég kynntist vinnubrögðum alda- gamals samfélags í sveitinni minni. Forfeður mínir höföu oröið að læra þau. Það var heilmikiö nám að læra á þau verkfæri sem þar voru notuð, orf, Ijá og hrífu. Að læra að binda bagga, leggja á hest og ganga frá klyfjum. Þar að auki að vinna við tóvinnu innan- húss. Þetta var það sem allir geröu í meira eöa minna mæli á þessum tíma. Ég hef ekki lært neitt eins rækilega um dagana og þessi frumstæðu vinnubrögð, með frumstæðum verkfærum. Svo var þeim heimi kippt undan mér. Þessi kunnátta var ekki aðeins mikils viröi heldur einnig lífsnauðsyn. Hún er sem sagt ekki lengur til. Þetta er lífið eins og það var í sveitum í þá daga. Ég er fæddur og uppalinn í einangraðri sveit. Kona min erfæddur Reykvikingur, þó svo hún sé Skaftfellingur eins og ég. En munur á lífi og lífshátt- um fólks í þéttbýli og dreifbýli var auðvitað verulegur í þá daga. Hvað þá meö kirkjuna og breyting- ar hvaö hana snertir? Kirkjan þá var vitaskuld sjálf- sagður veruleiki í lífi fólksins og þá meina ég trúarlífið, sem var einnig í svipuðum farvegi og það hafði verið öldum saman. Burðar- ásinn í kirkjulífinu var heimilis- guðræknin. Hún var sjálfsagöur og veigamikill þáttur í lífi fólks í sveitum landsins. Sú breyting sem er mest áber- andi í kirkjulegu tilliti snýr að heimilisguðrækninni. Ég hef ásamt öðrum talaö um og bent á að þegar hún hvarf að miklu leyti hurfu afar mikilvægar stoðir sem 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.