Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 7
Skýrsla
um störf Búnaðarfélags íslands 1971
Stjóm félagsins
Búnaðarþing kýs stjóm Búnaðarfélags Islands á fjögurra
ára fresti á fyrsta Búnaðarþingi hvers kjörtímabils. Síð-
ast fór stjórnarkjör fram 1971, og þá voru kosnir: Ásgeir
Bjarnason, bóndi og alþingismaður, Ásgarði, sem er for-
maður félagsins, Einar Ólafsson, fyrrverandi bóndi í
Lœkjarbvammi, ritari, og Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi,
Tjörn. Varamenn stjómarinnar vom kosnir: Magnús Sig-
urðsson, bóndi, Gilsbakka, Siggeir Björnsson, bóndi, Holti
og Jón Helgason, bóndi, Seglbúðum. Stjórnin ber ábyrgð
gagnvart Búnaðarþingi á þeim samþykktum og ákvörð-
unum, sem Búnaðarþing gerir á bverjum tíma.
Stjórn félagsins bélt 36 fundi á árinu og bókaði 260
ályktanir um einstök erindi og mál á þeim fundum.
Endurskoðendur reikninga Búnaðarfélagsins em Ingi-
mundur Ásgeirsson, bóndi, Hæli, kosinn af Búnaðar-
þingi, og Sveinbjörn Dagfinnsson, liæstaréttarlögmaður,
tilnefndur af landbúnaðarráðuneytinu.
Starfsmenn og starfsgreinar
Hér verður starfsfólk Búnaðarfélags Islands talið upp og
getið verksviðs bvers og eins. Nokkrar breytingar liafa
orðið á starfsliði félagsins á árinu. Verður þeirra getið í
eftirfarandi skýrslu. 1 skýrslum starfsmanna, sem birtar