Búnaðarrit - 01.01.1972, Side 18
12
BÚNAÐARRIT
og ætla allar að skila áliti og tillögum áður en Búnaðar-
þing 1972 kemur saman.
Nefnd til að endurskoða löggjöf um eign og ábúðarrétt
á jörðum. Búnaðarþing 1971 fól stjórn Búnaðarfélags Is-
lands að hlutast til um við landbúnaðarráðherra, að
hann skipaði þriggja manna nefnd, einn eftir tilnefningu
Búnaðarfélags Islands, annan eftir tilnefningu Stéttar-
sambands bænda og liinn þriðja án tilnefningar, til að
endurskoða alla löggjöf um eign og ábúðarrétt á jörð-
um, svo sem: Lög um kauparétt á jörðum frá 1948, Ábúð-
arlögin frá 1961, lög um ættaróðul, ættarjarðir, erfðaábúð
og sölu þjóð- og kirkjugarða og lög um jarðeignasjóð
ríkisins frá 1967. Landbúnaðarráðherra skipaði þessa
nefnd. I henni eiga sæti Ásgeir Bjarnason, alþingismaður,
formaður Búnaðarfélags Islands og bóndi í Ásgarði, til-
nefndur af Búnaðarfélagi Islands, Árni Jónasson, erind-
reki, tilnefndur af Stéttarsambandi bænda, og Sveinbjöm
Dagfinnsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu,
skipaður án tilnefningar. Formaður nefndarinnar er Ás-
geir Bjarnason. Starf þessarar nefndar er mikið vanda-
verk og tímafrekt. Vonast ég til, að hún skili áliti svo
snemma, að Búnaðarþing 1972 fái tækifæri til að fjalla
um það.
Iilutur landbúnaðarins í atvinnulífi þjóðarinnar. Eins
og skýrt var frá í skýrslu um störf Búnaðarfélags Islands
1970, sem liefur verið birt í 84. árg. Búnaðarritsins bls.
1—29, vinna þeir Árni Jónasson, erindreki, og Gísli
Kristjánsson, ritstjóri, í nefnd á vegum Stéttarsambands
bænda og Búnaðarfélags Islands við að atliuga, bver sé
lilutur landbúnaðaríns í atvinnulífi þjóðarinnar. Nefndin
hefur lítið starfað á árinu vegna aima nefndarmanna við
önnur störf.
HarSœrisnefnd. Harðærisnefnd, sem landbúnaðarráð-
herra skipaði 1967, var lögð niður á miðju árinu 1971,
eftir að hún bafði lokið við lillögur sínar um aðstoð
við bændur vegna fóðurskorts baustið 1970 eða vegna