Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 25
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA 19
hvítuefni í næringu manna og búfjár. 1 erfðafræði: Bezta
nýting á erfðaeðli búfjár með sérstöku tilliti til ein-
blendingsræktunar samanborið við aðrar aðferðir við
kynbætur. 1 liagfræði: Hagkvæmni búfjárframleiðslu við
venjuleg búskaparskilyrði og í sérhæfðum einingum. 1
bútækni: Vandamál verkfræðinga og búfjárfræðinga, sem
byggingatækni og verkfæri skapa í sambandi við nýjar
aðferðir við búfjárframleiðslu. I rannsóknar- og þróunar-
málum: Þáttur grundvallarrannsókna og hagnýtra rann-
sókna í þróun búfjárframleiðslu. 1 landbúnaðarstefnu:
Vandkvæði á að framleiða hæfilegt magn búfjárafurða
til að fullnægja eftirspurn, og hvaða afleiðingar það hef-
ur á framtíðarstefnu í búf járrækt og landbúnaði yfirleitt.
Eins og efnið ber með sér var þetta afar fróðleg ráð-
stefna, en bún starfaði í svo mörgum deildum, að ís-
lenzku fulltrúamir gátu ekki fylgzt með öllum umræð-
um. Sunnudaginn 18. júlí skoðuðu fulltrúarnir helztu
sauðfjár- og svínakyn Frakka á ríkisbúi í Rambouillet
um 54 km frá París. Þar voru sýndar ýmsar tilraunir,
sem Frakkar eru að vinna að í sauðfjárrækt. T. d. hafa
þeir flutt inn mjög frjósamt, en illa vaxið fjárkyn frá
Rússlandi, Romanov féð, og blandað því við ófrjósamari,
en lioldgóð frönsk kyn. Það liefur farið eins og alda yfir
ýmis lönd á síðustu árum að reyna að blanda saman
gjörólíkum fjárkynjum til þess að reyna að sameina
dýrmæta eiginleika. Sérstaklega hefur verið reynt að
auka frjósemi á þann hátt, fremur en með því að velja
fyrir aukinni frjósemi innan binna kynbættu fjárkynja,
sem þó bafa minni frjósemi en önnur, oft minna kynbætt
kyn að öðru leyti. Ástæðan fyrir þessari stefnu er sú, að
margir erfðafræðingar, sem lítið þekkja til raunverulegr-
ar sauðfjárræktar, liafa talið sér trú um, að arfgengi
frjóseminnar sé mjög lágt og því seinlegt að auka hana
með úrvali. Miðað við reynslu íslenzkra bænda og ýmissa
búvísindamanna, m. a. liins lieimsþekkta erfðafræðings
dr. Helen Newton Tumer frá Ástralíu, er hægt að auka