Búnaðarrit - 01.01.1972, Side 28
22
BÚNAÐARRIT
til að kynnast af eigin sjón nútíma stórbúskap. Undir-
ritaður mætti á ráðstefnu þessari, en tók ekki þátt í
kynnisferðunum. Umræðuefnið var einkum um, livernig
bezt yrði unnið að leiðbeiningaþjónustu bænda, sem
stunda nútíma viðskiptabúskap, og liver væru hlutverk
ráðunauta. Hér yrði of langt mál að skýra frá hinum
einstöku erindum, sem flutt voru, en verulegur munur
er á milli landa á því, hvernig unnið er að leiðbeininga-
þjónustunni, enda mikill munur á fjölda ráðunauta fyrir
hverja 1000 bændur. Danmörk hefur flesta ráðunauta,
þ. e. 1 ráðunaut fyrir hverja 175 bændur, og greiðir
ríkið lítið meira en helming alls kostnaðar við leiðbein-
ingaþjónustuna. 1 Englandi og Wales er að meðaltali 1
béraðsráðunautur fyrir liverja 400 bændur, en þeir fá
sérfræðilega aðstoð frá landsráðunautum. Yfirmaður leið-
beiningaþjónustunnar í Englandi lagði álierzlu á, að
ráðunautar ættu aðeins að leiðbeina bændum og í því
sambandi aðeins liugsa um liag viðkomandi bónda, en
skeyta ekkert um þjóðarhag ef svo vill til að hagur
bóndans og þjóðfélagsins fer ekki saman. Hann sagði,
að það væri hlutverk stjómmálamannanna, að gæta þjóð-
arhags og baga löggjöf þannig, að hagur bænda og þjóð-
félagsins færi saman. Hann taldi einnig, að úttekt fram-
kvæmda, sem framlags nytu af ríkisfé, ætti ekki að vera
í verkahring ráðunauta, beldur sérstakra fulltrúa. Hér
á landi eru ráðunautar settir í mikinn vanda, með því
að vera í senn leiðbeinendur og úttektarmenn. Það get-
ur verið, að ráðunauturinn komi sér út úr húsi hjá þeim
bónda, sem hefur unnið einhverja framkvæmd svo illa,
að ráðunauturinn neitar að taka hana út, en slæmt er
ef samband bænda og ráðunauts verður óvinsamlegt.
1 lok ráðstefnunnar var samþykkt einróma eftirfar-
andi ályktun í 6 liðum:
1. Með tilliti til mikilvægis umhverfis- og mengunar-
vandamála í nútíma landbúnaði skal skipa nefnd sér-