Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 31
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
25
Dick Oliver, formaður Svínaræktarsambandsins á Nýja-
Sjálandi, kom hingað í snöggva ferð, til að kynna sér
félagskerfi landbúnaðarins liér á landi og aðstöðu okkar
til búfjárræktar.
Eric J. Boston, frá brezku fyrirtæki, sem flytur út bú-
fjársæði. Hann átti viðræður við Pál A. Pálsson, yfir-
dýralækni, Ólaf E. Stefánsson og undirritaðan um mögu-
leika á sölu sæðis til Islands.
KonráS Gíslason, vesturíslenzkur búnaðarliagfræðing-
ur, fæddur og uppalinn í Kanada, en starfar nú í Banda-
ríkjunum. Hann kom hingað annars vegar til að hitta
frændfólk sitt, en jafnframt til að kynnast landbúnaði
okkar. Buðum við Stefán Sch. Tliorsteinsson honum
með okkur í réttir í Borgarfirði og lieimsóttum um leið
nokkra bændur í béraðinu.
Thorstein Ilolm og Páll Dalsgárd, færeyskir bændur,
komu hingað um réttaleytið til að kynna sér mjólkur-
framleiðslu og sauðfjárbúskap. Sá fyrrnefndi var kunn-
ugur hér, því að liann var um skeið á unglingsárum
sínum á Hesti. Ég bauð þeim að Hesti, og ferðuðust þeir
nokkuð um Borgarfjarðarhérað, komu að Hvanneyri,
Ferjukoti og Nesi í Reykholtsdal.
Búnaðarfélag Islands þakkar öllum, sem gáfu kost á
að sýna þessum erlendu gestum bú sín, ræddu við þá
og veittu þeim ýmsan beina.
Bændafarir
Ein bændaför var farin innanlands. Norður-Þingeyingar,
59 að tölu, fóru um Norður- og Vesturland allt til Reykja-
víkur. Guðmundur Jósafatsson var fararstjóri í þessari
ferð, og vísast til starfsskýrslu bans um þessa bændaför.
Ennfremur stuðlaði Búnaðarfélag íslands að tveimur
bændaferðum, annarri til Noregs og Danmerkur í júní,
og liinni til Englands í desember, í sambandi við Smith-