Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 41
SKÝRSLU K STARFSMANNA
35
þarna nátengd. ÞaS er í augum Svia, hvaS mikilvægast
frá sjónarmiSi náttúruverndar og umhverfismála, aS
viShalda byggS sem jafnastri um landiS. Sérstaklega hafa
þeir, sem bera hag Stokkhólmsbúanna mest fyrir brjósti,
áhyggjur af því, hvaS byggSin í SkerjagarSinum er á
fallanda fæti, en SkerjagarSurinn er aSalútivistarsvæSi
Stokkliólmsbúa. Mjög margt er gert til aS sporna gegn
þessu.
Eftir heimkomu hélt ég áfram mælingum fyrir skurS-
um og lokræsum. Mældi ég fyrst nokkuS á SuSurlandi
í Holta- og Árneshreppum, en fór síSan norSur, mældi
nokkuS í SuSur-Þingeyjarsýslu, og þaSan austur og mældi
í VopnafirSi, JökulsárhlíS, Jökuldal, MjóafirSi, ReySar-
firSi og HelgustaSahreppi. Næstu mælingaferS fór ég
aftur um SuSurland, Rangárvallahrepp, FljótsIilíS, Hvol-
hrepp og Gnúpverjahrepp. Þá fór ég um MiSfjörS og
VíSidal í V.-Húnavatnssýslu. SíSustu mælingaferSina fór
ég í öræfi og Lón í lok september. Alls mældi ég rúma
110 km af skurðum, en verulegur hluti af starfinu fór í
atliugun á landi fyrir plógræslu.
Aðstoðarmaður minn við mælingar var Þórir Haralds-
son frá Hvanneyri. Reyndist hann röskur og trúr, og
þakka ég honum vel unnin störf.
Ég þakka svo öllum héraðsráðunautum, sem ég lief
átt samskipti við í sambandi við mælingar og annað, fyrir
ágæta samvinnu.
Frá og meS 1. október sl. var ég ráSinn aðstoðar-
maður landbúnaðarráðherra, samkv. sérstakri heimild í
lögum um stjórnarráð, en fékk frá sama tíma leyfi frá
störfum hjá Búnaðarfélagi Islands, til eins árs.
1 janúar 1972.
Jónas Jónsson.