Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 59
SKÝRSLUR STARFSMANNA
53
laga hafði að mestu veg og vanda að skipulagningu heim-
sóknarinnar í Þrændalög. Ekið var frá Þrándheimi til
Lillehammer í Guðbrandsdal. Þar tók á móti okkur ráðu-
nautur hjá Samvinnufélögum í Guðbrandsdal, Asbjöm
Dahl. Skoðað var byggðasafn, mjólkurbú og sláturhús í
Lillehammer og borðaður liádegisverður í boði bænda-
samtakanna. Gist var eina nótt í Lillehammer, en Jiaðan
var ekið til Osló og farið heint um borð í skip, sem
flutti okkur til Kaupmannaliafnar. Sofið var um borð í
skipinu. Þegar komið var til Kaupmannahafnar, var strax
ekið suður á Fjón, en þar tóku á móti okkur starfsmenn
fóðurvörufyrirtækisins Muus, en á þess vegum og sam-
vinnusláturhússins í Odense vorum við næstu tvo daga.
Seinni daginn á Fjóni vom flestir J)átttakendur á stórri
landbúnaðarsýningu í Odense. En ég notaði tækifærið og
skoðaði byggakur, þar sem Dönnesbygg frá IClemenz Kr.
Kristjánssyni, fyrrv. tilraunastjóra var í framræktun, en
bóndi einn á Fjóni liafði tekið að sér framræktunina.
Föstudaginn 25. júní var farið til baka til Kaupmanna-
hafnar og gist næstu Jtrjár nætur þar. Farið var í dýra-
garðinn, Tívolí og eins dags ferð um Norður-Sjáland,
þar sem Búvömdeild Sambands íslenzkra samvinnufélaga
bauð til hádegisverðar á glæsilegu veitingahúsi. Mánu-
daginn 28. júní var farið frá Kaupmannaliöfn til Islands.
Þessi hópferð bænda og húsfreyja tókst mjög vel, en
})að er sennilega fyrst og fremst að }>akka samstilltum
hópi glaðværra, en þó liógværra, þátttakenda. Ég á erfitt
með að trúa því, að auðvelt væri að finna betri ferða-
félaga, þetta marga en þennan hóp. Við vomm það
heppin að hafa með í ferðinni úrvals söngstjóra, en það
var frú Sigríður Schiöth, Hólshúsum, Eyjafirði. Á ótrú-
lega skömmum tíma tókst lienni að mynda blandaðan
kór, sem vakti athygli fyrir góðan og þróttmikinn söng.
Við fæmm henni alúðarþakkir fyrir framlag hennar til
að auka á ánægju í ferðinni. Þátttakendur standa í þakk-
arskuld við Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóra Bú-