Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 60
54
BÚNAÐARRIT
vörudeildar S.I.S., Gunnar Bjömsson, konsúl í Kaup-
mannaliöfn, Muus í Odense, Árna Gestsson í Glóbus og
Guðna Þórðarson, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunn-
ar Sunnu. Þessum aðilum fæmm við beztu þakkir. Auk
framangreindra aðila voru margir aðrir, sem stuðluðu
að því að gera þessa ferð lærdómsríka og skemmtilega.
Þeim flytjum við beztu þakkir.
Hópferð á Smithfield Iandbúnaðarsýninguna
Ákveðið var á síðastliðnu liausti að kanna, hvort áhugi
væri fyrir liendi hjá bændum að taka þátt í hópferð til
Englands, dagana 5.—12. desember, þar sem farið væri á
hina árlegu landbúnaðarsýningu í London. Allmargar
fyrirspurnir komu frá bændum um væntanlega ferð, en
nær allir bændur, sem höfðu óskað eftir að taka þátt í
ferðinni, hættu við liana, þegar leið að mánaðamótum
nóv,-—-des. Sennilega var ótti við verkfall yfirsterkari
ferðalönguninni. Þátttakendur í liópferðinni voru 44, þar
af 14 kjötiðnaðarmenn, en flestir þátttakenda vom starfs-
menn fyrirtækja, er flytja inn landbúnaðarvélar. Ferðin
til Lundúna hófst 5. desember, en komið var heim 13.
sama mánaðar. Samkvæmt áætlun hafði verið gert ráð
fyrir að koma til baka 12. desember, en sökum veðurs
var ólendandi á Keflavíkurflugvelli þann dag.
Smithfieldsýningin var opnuð 6. desember, en siðasti
sýningardagurinn var 10. desember. Alla dagana var far-
ið á sýninguna, en þátttakendur í hópferðinni voru mis-
duglegir að stunda sýninguna. Farið var á Smithfield-
kjötmarkaðinn og fylgzt með afgreiðslu kjöts þaðan.
Varla er ástæða til að efna til bændafarar á Smithfield-
sýninguna árlega, en fyrir unga ábugasama bændur, get-
ur verið upplyfting að skoða þessa sýníngu og kynnast
lítils háttar búskap í Englandi í leiðinni.
Búnaðarfélag Islands hefur borið lítinn kostnað af
þessum ferðum. Að sjálfsögðu fer verulegur tími til