Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 62
56
BÚNAÐARRIT
og fyrirgreiðslu til að þoka málinu áleiðis. Aðeins tveir
formenn hafa svarað bréfinu, báðir vinsamlega. Næst
var það, að öllum héraðsráðunautum var skrifað og ósk-
að eftir upplýsingum, er að gagni mættu koma. Tveir
ráðunautar hafa svarað bréflega. Bréf hafa verið send
312 aðilum, veiðifélögum, hreppabúnaðarfélögum og hér-
aðsráðunautum. Svar hefur borizt aðeins frá 7 þeirra.
Fyrsta bréfið var sent 20. apríl, en síðasta bréfið til hér-
aðsráðunauta var sent um miðjan júlí. Eðlilegt væri að
álykta út frá þessu, að enginn áhugi væri fyrir hendi og
þýðingarlaust að halda áfram. Ekki þarf þó svo að vera.
Hér er um nýjung að ræða. Hvatning til fólksins á lands-
byggðinni að notfæra sér til tekjuöflunar þarfir þéttbýlis-
fólks til að komast út í náttúruna. Þessi þörf á eftir að
aukast og ásókn fólks í þéttbýli verður sífellt meiri í
land og aðstöðu til sumardvalar í dreifbýlinu. Þessa að-
stöðu hafa landeigendur látið af hendi, allt fram að
þessu, svo til endurgjaldslaust. Þessu þarf að breyta,
bændur eiga að halda í landið, en skapa fólkinu í þétt-
býli, bæði innlendu og erlendu, aðstöðu til dvalar gegn
liæfilegu gjaldi. Með félagslegu átaki er hægt að skipu-
leggja ferðamannaþjónustu í sveitunum. En innan fárra
ára mun skapast algjör glundroði og bændur missa eignar-
hald á landspildum og jörðum á eftirsóttum ferðamanna-
stöðum, ef ekkert er gert, til að koma í veg fyrir það.
Bændasamtökin þurfa að hafa forystu í að nýta þá mögu-
leika, sem sveitimar hafa upp á að bjóða til liagsbóta
fyrir fólkið í landinu.
Norrænu bændasamtökin NBC
Dagana 2.—5. júlí sótti ég aðalfund NBC, sem haldinn
var að þessu sinni í Grená í Danmörku. Mánudaginn 30.
ágúst flutti ég búnaðarþátt í útvarpinu, sem fjallaði um
helztu mál, sem tekin vom fyrir á fundinum. Auk þess
skrifaði ég í Árbók landbúnaðarins 1971 stutta grein um