Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 64
58
BÚNAÐAUUIT
Gar&yrkjuráðunauturinn
Garðyrkjan 1970
Fyrir garSyrkju var árferði mjög hagstætt, enda kom
það greinilega fram á uppskeru flestra tegunda, sem
varð mun meiri en dæmi eru til um mörg undanfarin
ár. Þannig er talið, að kartöfluuppskeran hafi numið
150.000 tunnum. Um gulrófur eru engar áreiðanlegar upp-
skerutölur, en öruggt má telja, að víða hafi uppskeran
verið 20—25% meiri en árið áður. Annað útiræktað
grænmeti dafnaði og með ágætum og fór að berast á
markað með fyrra móti. Spretta reyndist mjög góð í
gróðurliúsum. Að vísu byrjaði ekki byrlega, því að birtu-
skilyrðin voru með afbrigðum léleg fyrst framan af, eink-
um í febrúar og marz, sérstaklega kom þetta fram bæði
á tómötum og gúrkum, en uppskeru þessara ávaxta
seinkaði verulega. Með auknu sólfari fór svo eins og oft
liefur borið við áður, að er líða tók á sumarið, varð
framboð á þessum afurðum mjög mikið, og langt um-
fram eftirspurn. Þannig barst Sölufélagi garðyrkjumanna
í bendur yfir 34 tonnum meira af tómötum í júlí en
á sama tíma árið áður, og í ágúst nam aukningin 12
tonnum frá árinu áður. Þessi aukning er að vísu ekki ein-
vörðungu að þakka liagstæðu veðurfari og sólríkum
sumarmánuðum, því að flatarmábð jókst um tæplega
3000 m2 eða frá 36.100 m2 1970 í 39.085 m2 1971, en eigi
að síður ber þó allt að þeim brunni, að fyrmefnd atriði
hafi orkað miklu.
Fjárbagslega séð varð afraksturinn hjá mörgum tómat-
framleiðendum mjög lélegur, vegna þess að mikið af
framleiðslunni, sem ekki var unnt að selja, fór beint í
vinnslu, en fyrir vinnsluvöru er aðeins unnt að fá um
5 kr. pr. kg.
Miklar mánaðarsveiflur reyndust og í gúrkuframleiðsl-