Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 68
62
BÚNAÐARRIT
borið var niður samkvæmt ábendingum áðurnefndra
manna. I ljós kom, að yfirleitt er vatnsrennsli frekar
takmarkað, og í öllum tilvikum nema einu taldi ég alltof
lágt liitastig á vatni til þess að til greina kæmi að nýta það
til uppliitunar á gróðurhúsum fyrir atvinnurekstur. Hins
vegar mætti vafalítið liafa not af þessum jarðvarmatil upp-
hitunar á smágróðurhúsum til heimanota á stöku stað, eins
og á Klúku og Svanshóli í Bjarnarfirði. Sömuleiðis væri
hugsanlegt að hita upp smágarðlönd fyrir matjurtir til
að flýta sprettu þeirra. I sambandi við fiskeldi kæmu þó
þessi náttúruverðmæti öllu fremur til greina, og er þess að
vænta, að slíkt verði einnig atliugað innan tíðar. í Hvera-
vík er mestur jarðvarmi á þessum slóðum, liins vegar er
varminn þétt við sjávarmál, þar sem liann seytlar úr
móbergsklöpp á mörgum stöðum. Þyrfti að leiða þennan
varma tiiluverða vegalengd, svo að unnt yrði að reisa
gróðurhús, eða alla leið í víkurbotninn. Slíkt út af fyrir
sig yrði ærinn kostnaður.
1 bakaleið úr Strandasýslu vitjaði ég gróðrarstöðva í
Borgarfirði og ferðaðist síðan í lok mánaðarins um Ár-
nessýslu í garðaskoðun.
Fyrst í september fór ég vestur að Reykhólum og
áfram þaðan norður að Isafjarðardjúpi, en þar er yl-
ræktun stunduð að Laugarási í Nauteyrarlireppi. Undan-
farið hefur gengið erfiðlega með rekstur þeirrar gróðrar-
stöðvar. Þar er að vísu gnægð af vatni til upphitunar,
en hitastig þess er tæplega 50°. Varmann þarf að flytja
töluverða vegalengd með dælu, og er kostnaður við slíkt
verulegur, auk þess sem veiturafmagn er ekki fyrir hendi.
Að Laugarási eru tvö gróðurliús, samtals 400 m2. Annað
liúsanna er klætt gleri, en hitt er að mestu lijúpað trefja-
plastplötum, en þannig plötur hafa verið töluvert mikið
notaðar á gróðurhús að undanförnu á Suður- og Suð-
vesturlandi. Á tiltölulega fáum árum hefur trefjaplastið
á umræddu gróðurhúsi að Laugarási veðrast svo ótrúlega
og gulnað, og ljósstreymi þess þar með rýrnað svo mikið,