Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 74
68
BÚNAÐAItRIT
garðyrkjubændur og ennfremur ljósmælingar á þeim.
Meðal þessara kerfa er að finna eitt gjörlýsingarkerfi,
sem vænta má að kunni að hafa mikla þýðingu hér í
framtíðinni, ekki sízt ef rafmagn til slíkrar lýsingar
fæst á hagstæðu verði. Samliliða ljósmælingum á lýsingar-
kerfum hef ég framkvæmt ljósmælingar í gróðurliúsum
á ýmsum tímum og við mismunandi aðstæður. Er rétt
að geta þess, að Búnaðarfélag Islands keypti vandaðan
mæli til slíkra mælinga á árinu. Ljósmælingar eru nýj-
ung, sem er mjög nauðsynleg, til að ákvarða ræktunar-
hæfni gróðurhúsa, en hún fer fyrst og fremst eftir ljós-
hæfni þeirra, þótt að sönnu komi einnig önnur atriði
til. Einnig eru Ijósmælingar nauðsynlegar til að ákvarða
ljóshæfni hinna ýmsu efna, og hve hún endist, en reynsl-
an sýnir, að hún er oft mjög breytileg með aldri. Með
síaukinni notkun gerfiefna (plasts) í ýmsu formi og til
samanburðar á þeim og gleri eru slíkar mælingar næsta
þýðingarmiklar.
Sú breyting varð á lánshæfni nýrra gróðurhúsa, að nú
er þess krafizt að lögð sé fram teikning að fyrirhuguð-
um gróðurhúsum og Teiknistofa landbúnaðarins sam-
þykki þær. Er þetta tvímælalaust til mikilla bóta og
ætti í framtíðinni að leiða til vissrar stöðlunar og mjög
svo bættra bygginga. Þetta hefur orsakað, að eftirspurn
eftir gróðurliúsateikningum hefur aukizt mjög mikið, og
hef ég teiknað verulegan fjölda liúsa á liðnu starfsári, og
þar með einnig getað haft meiri áhrif á gerð þeirra en
áður. Átti ég samstarf við Ólaf Sigurðsson, forstöðumann
Teiknistofu landbúnaðarins, um þessi efni. Ennfremur
tókum við Óli Valur Hansson saman drög að reglum,
sem við töldum að fullnægja þyrfti, til að gróðurbús
uppfvlltu vissar lágmarkskröfur og væru veðhæf til lána
hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins. Teljum við og al-
gjöra nauðsyn, að tæknivæðing gróðurbúsa sé tekin sem
sjálfsagður liður í byggingu og lán til liennar veitt í
lilutfalli við annan byggingarkostnað.