Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 83
SKÝRSLUR STARFSMANNA
77
Mjólkurbú: Innv. mjólk kg Breytingar frá 1970 kg %
Mjólkursaml. á Egilsstöðuin .... 2.324.908 219.830 10.44
Mjólkursaml. á Norðfirði 540.372 63.105 13.22
Mjólkursaml. á Djúpavogi 316.095 55.048 21.09
Mjólkursaml. á Hornafirði 1.559.364 120.849 8.40
Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi .. 36.407.592 1.379.774 3.94
Alls: 105.261.414 4.662.422 4.63
Aukningin er þó misjöfn eftir mjólkurbúum og lands-
blutum. Hlutfallslega hefur hún orðið mest á Patreks-
firði, og er það annað árið í röð. Aðflutningssvæðið hef-
ur enn stækkað og nær nú frá Barðaströnd til Bíldudals.
öll búin í Múlasýslum liafa aukið verulega við framleiðslu
sína, og liefur Djúpavogsbúið nú meir en unnið upp þá
lækkun, sem þar hafði orðið árið áður. Þá er athyglis-
verð aukning í Borgarnesi, Hornafirði og á vesturhluta
Norðurlands. 1 Eyjafirði hefur framleiðslan svo til ekkert
aukizt lilutfallslega, og á Húsavík og Selfossi er aukn-
ingin minni en meðaltalið fyrir landið allt.
Af innveginni mjólk seldust 42,5% sem neyzlumjólk
í stað 43,6% árið 1970. Meðalfita í mjólkurbúunum var
3,98% í stað 3,91% árið á undan og fer liækkandi. Munar
þar mestu um Eyjafjörð, þar sem stórhækkun varð, en
þar var fita liæst, 4,27%. Næst var Selfossbúið með 3,93%,
en í flestum öðrum búum var fitan milli 3,8 og 3,9%.
Skýrslur nautgriparœktarfélaga. Skýrsla um starfsem-
ina 1970 verður birt í þessum árgangi Búnaðarritsins.
Skýrslur um nautgripasýningar. Ekki tókst að fullbúa
«1 prentunar á árinu skýrslur um sýningar á Norður-
landi 1969 og Vesturlandi 1970, en þær verða birtar í
þessum árgangi Búnaðarritsins. Hvort tekst að ganga frá
skýrslum um sýningarnar á Suðurlandi 1971 til birting-
ar á þessu ári, skal ósagt látið. Hins vegar birtist á árinu
grein um sýningar á Austurlandi 1969 og afkvæmasýning-
ar það ár á Suðurlandi og í Borgarfirði.