Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 88
82 BÚNAÐARRIT
stöðvarinnar við Hvanneyri, aðallega í 17.—18. tbl.
Freya 1971.
Um afkvæmarannsóknir í Laugardælum farast Magnúsi
B. Jónssyni svo orð:
„Á árinu 1971 lauk afkvæmarannsókn á þremur naut-
um kynbótastöðvarinnar í Laugardælum.
1. Dætur Klafa 65002 (S321) luku 2. mjaltaskeiði á
árinu 1971. Átta dætur lians báru að 2. kálfi 42,9 mán.
gamlar að meðaltali, og voru 13,2 mán. milli burða.
Þær komust í 14,4 kg að jafnaði og voru í 4,5 kg, er
mjaltaskeiðinu lauk. Þær mjólkuðu á 2. mjaltaskeiði
(301 degi) 2599 kg mjólkur, mjólkurfita var 4,19%
og fitueiningar 10890. Þær liafa bætt við sig frá 1.
kálfi 2752 fe. Afurðir þessa dætrahóps eru um 18%
undir því, sem viðmiðunarkýr afkvæmarannsókna-
stöðvarinnar hafa mjólkað á 2. mjaltaskeiði.
2. Dætur Haka 65007 (S323) luku 2. mjaltaskeiði á ár-
inu 1971. Níu dætur hans báru að 2. kálfi 42,2 mán.
gamlar að meðaltali, og voru 13,1 mán. milli burða.
Þær komust í 16,9 kg að meðaltali og voru í 3,5 kg, er
mjaltaskeiðinu lauk. Þær mjólkuðu á 2. mjaltaskeiði
(301 degi) 2854 kg mjólkur, fita var 4,12% og fitu-
einingar 11758. Þær hafa bætt við sig frá 1. kálfi
3938 fe. Afurðir þessa dætrahóps eru um 10% undir
afurðum viðmiðunarkúnna í Laugardælum á 2. mjalta-
skeiði.
3. Dætur Þokka 65009 (S324) luku einnig 2. mjaltaskeiði
á árinu 1971. Tíu dætur hans báru að 2. kálfi að með-
altali 44,7 mán. gamlar, og voru 14,6 mán. milli burða.
Þær komust í 14,9 kg að meðaltali og voru í 2 kg,
þegar mjaltaskeiði lauk. Þær mjólkuðu á 2. mjalta-
skeiði (301 degi) 2521 kg, mjólkurfita var 3,91% og
fitueiningar 9857. Þær liafa bætt við sig frá 1. kálfi
1762 fe. Afurðir þessa dætrahóps eru um 23% undir