Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 89
SKÝKSLU K STARFSMANNA 83
þeim afurðum, sem viðmiðunarkýrnar í Laugardæl-
um liafa mjólkað á 2. mjaltaskeiði.
Þessir þrír afkvæmaliópar liafa allir bætt verulega við
sig afurðum frá 1. til 2. kálfs, dætur Haka þó mest. Þrátt
fyrir það eru afurðir þessara dætraliópa lægri en meðal-
afurðir dætra 10 I. verðl. nauta í afkvæmarannsókn í
Laugardælum, sem eru hafðar til samanburðar.
Þá lauk á árinu afkvæmarannsókn á 1. mjaltaskeiði á
3 afkvæmahópum.
1. Dætur Blóma 65014 (S326) báru að 1. kálfi að meðal-
tali 29,6 mán. gamlar. Allar 10 báru og komust í 10,8
kg að meðaltali og voru í 2,4 kg, þegar mjaltaskeiðinu
lauk. Þær mjólkuðu á 1. mjaltaskeiði (301 degi)
2057 kg, mjólkurfita var 4,30% og fitueiningar 8854.
Þessar afurðir eru 73% af þeim afurðum, sem við-
miðunarkýr liafa skilað að meðaltali á 1. mjaltaskeiði.
2. Dætur Bætis 65015 (S327) báru að 1. kálfi 28,3 mán.
gamlar. Allar 11 báru og komust í 9,8 kg að meðal-
tali. Ein dóttir hans reyndist alveg ónýt og komst í
4 kg og var felld, þegar bún var orðin geld, og önnur
var nærri eins léleg. Þessar kvígur mjólkuðu 253 og
649 kg af mjólk. Þessar dætur eru þó með í uppgjöri.
Þegar mjaltaskeiði lauk, voru dætur Bætis í 2,7 kg að
meðaltali. Þær mjólkuðu á 1. mjaltaskeiði (301 degi)
1883 kg mjólkur, fita var 4,05% og fitueiningar 7625.
Þessar afurðir eru 64% af afurðum viðmiðunarkúa á
1. mjaltaskeiði.
3. Dætur Freys 66005 (S328) báru að 1. kálfi að meðal-
tali 29,5 mán. gamlar. Allar 9 báru og komust í 13,2 kg
að meðaltali og voru í 5,0 kg, þegar mjaltaskeiði lauk.
Þær injólkuðu á 1. mjaltaskeiði (301 degi) 2860 kg
mjólkur, fita var 4,14% og fitueiningar 11829. Þessar
afurðir cru um 99% af afurðum viðmiðunarkúnna í
Laugardælum á 1. mjaltaskeiði.