Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 90
84
BÚNAÐARRIT
Á tímabilinu október 1971 til janúar 1972 báru 10
dætur Óðins 67003 (S329), 10 dætur Hosa 67005 (S330)
og 10 dætur Grána 67007 (S332). Þá eru í uppeldi af-
kvæmaliópar undan Koll 67006 (S331), Fálka 67009
(S333), Gyrði 68007 (S334), Stúf 67010 (S335), Þyrni
68009 (S336), Blika 69001 (S337) og Frey 69004 (S338) “
Bústofn og framkvœmdir á Lundi. 1 árslok voru auk
hinna 105 gripa í afkvæmahópunum 28 búskýr og 2 naut-
kálfar á 1. ári í eign S. N. E. Auk þess voru þar 49
kálfar um 7 mánaða gamlir í fóðrunartilraun á vegum
Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og 6 nautkálfar
á 1. ári í eign Nautastöðvarinnar við Hvanneyri. Alls
voru því á fóðrum um áramót 190 gripir. Svínaeign var
á sama tíma 72 gyltur, 3 geltir og 436 grísir á ýmsum
aldri. Þá voru þar 9 brútar á sæðingarstöð fyrir sauðfé.
Fullunnir voru undir sáningu 8 lia, 5600 m3 grafnir í
framræsluskurðum og 200 nr verkfærahús byggt.
Bústofn og framkvœmdir í Laugardælum. 1 árslok voru
á fóðrum í Laugardælum 36 búskýr, 59 í afkvæmarann-
sóknum að 1. og 2. kálfi, 31 kvíga á 2. ári, 35 kvígukálf-
ar, 9 holdablendingar á 1. og 2. ári og 1 nautkálfur. Þar
að auki voru á fóðrum hjá búinu naut Kynbótastöðvar-
innar, 26 talsins. Alls voru því í árslok á fóðrum 197
nautgripir. Svínaeign var á sama tíma 10 gyltur, 2 geltir
og 87 grísir. Hross voru 40 og lirútar sæðingarstöðvar
10 talsins. Hænsni voru 700 og 500 ungar í uppeldi. Á
árinu var ungað út tæpum 30 þúsund ungum til sölu á
svipuðum aldri og áður. Nýrækt var 4,8 ha og fóðurkáli
sáð í 2,5 lia. Plógræstir voru nokkrir ha af mýrlendi,
alls 101 km af ræsum, og nokkrir opnir skurðir grafnir.
Þá var vélakostur bættur. Hafinn var undirbúningur að
byggingu liænsnabúss með aðstöðu til útungunar og
gengið frá undirstöðum að 630 m2 stálgrindalnisi fyrir
þessa starfsemi.
Rannsóknastarfsemi. Sá tímabæri atburður gerðist í
árslok, að staða sérfræðings í nautgriparækt lijá Rann-