Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 92
86
BÚNAÐARRIT
Holdanautgriparœkt. 1 árslok voru á Hvanneyri 48
lioldanautgripir. Af þeim voru 17 fullorðnar kýr, 8
fengnar og 3 ófengnar kvígur á 2. ári, 6 kvígukálfar og
8 nautkálfar á 1. ári, 4 geldingar á 2. ári og 2 naut á 3.
og 2. ári. 1 september var slátrað fullorðnu nauti og 4
geldgripum á 2. ári. Voru það 2 geldingar, naut og kvíga.
Ráðgert er að slátra á næsta vori tveimur geldgripum og
öðrum tveimur næsta haust og fá þannig frekari vitn-
eskju um, hvaða aldur hentar hótelmarkaðnum bezt.
Vegna þess að garnaveiki kom upp í kind frá Hvann-
eyri haustið 1970 hefur í bili verið stöðvaður flutningur
á gripum þaðan á Nautastöðina, og er það stóráfall í
sambandi við not búsins sein stendur. Samningur milli
Búnaðarfélags Islands og skólabúsins á Hvanneyri um
holdanautabúið var undirritaður 10. des. 1971.
Uppgjör skýrslna í vélurn. Eins og áður er getið, var
Magnús B. Jónsson, ráðunautur, lausráðinn til að gera
athugun á notkun skýrsluvéla við uppgjör og úrvinnslu
á skýrslum nautgriparæktarfélaga. Voru valin til þess
tvö félög á starfssvæði hans, Nf. Landmanna og Nf. Bisk-
upstungna, eitt í Borgarfirði, Nf. Reykholtsdalshrepps,
og eitt í Eyjafirði, Nf. Svarfdæla. Sáu hlutaðeigandi
héraðsráðunautar um leiðbeiningar og framkvæmdir
lieima fyrir, en Magnús hafði umsjón með allri starf-
seminni og sá um úrvinnsluna. Ilann sá og um gerð
eyðublaða í samráði við okkur ráðunauta félagsins í
nautgriparækt. Jafnframt voru skýrslur í þessum félög-
um gerðar upp á venjulegan hátt til samanburðar. Þessi
athugun náði til um 1500 kúa hjá um 90 bændum. Gaf
lnin ágæta raun í framkvæmd, enda lögðu bændur og
starfsmenn þeirra sig fram um, að svo yrði. Mjólk var
vegin tvisvar í mánuði, og virðist það nægjanlegt, þótt
að vísu þurfi að taka sérstakt tillit til þess, hvernig
mælingar falla við hurðartíma. Er nú ákveðið að auka
þessa starfsemi bæði í þeim héruðum, þar sem hún fór
fram, svo og bæta við nýjum. Er áætlað, að á árinu