Búnaðarrit - 01.01.1972, Blaðsíða 93
SKÝRSLUU STARFSMANNA
87
1972 nái vélauppgjörið til um 5000 kúa og verði á næstu
árum aukið jöfnum skrefum, þannig að árið 1974 nái
það til alls þorra þeirra búa, þar sem afurðaskýrslur eru
lialdnar. Jafnframt verði unnið að því að koma upp sér-
vinnslu í skýrsluvélum varðandi ýmsa þætti ræktunar-
innar svo sem afkvæmarannsóknir, nautsmæður og nyt-
háar kýr.
Skráning nauta. Fyrir 20 árum var ákveðið að koma
upp númerakerfi fyrir viðurkennd naut. Var megin-
ástæðan til þess sú, að mörg naut hétu sama nafni,
jafnvel á sama tíma innan sama nautgriparæktarfélags.
Til að átta sig í fljótu bragði á, livar nautin væru notuð,
voru þau jafnframt skráð með bókstafsnúmeri fyrir
hvern landsfjórðung, þar sem þau voru, er þau hlutu
viðurkenningu. Þessi svæði voru þannig (sjá Búnaðar-
rit 1953, bls. 312): S fyrir Suðurland frá Skeiðará að
Hvalfirði, V fyrir Vesturland frá Hvalfirði að Hrúta-
firði, N fyrir Norðurland frá Hrútafirði að Brekkna-
heiði, A fyrir Austurland frá Brekknalieiði að Skeiðará.
Nautunum var raðað eftir aldri við hverja sýningar-
umferð. Byrjað var á nautum, viðurkenndum á Suður-
landi 1951.
Síðan liafa þær breytingar á orðið, að nautahald hefur
verið lagt niður í nautgriparæktarfélögum og nautastöðv-
um hefur fækkað og eru nú aðeins tvær. Líkur eru til
þess, að naut hvaðanæva af landinu, sem ætlað er að
nota til sæðinga, verði alin upp á sérstökum uppeldis-
stöðvum. Við þetta hvort tveggja riðlast þær forsendur,
sem voru fyrir því að númera naut eftir landsfjórðung-
um. Þegar nú við bætist, að stefnt er að því að gera upp
skýrslur nautgriparæktarfélaganna í skýrsluvélum, þá
hníga öll rök að því að taka nú upp nýtt númerakerfi.
Hafa því öll naut, sem viðurkennd voru eftir landsfjórð-
ungakerfinu, fengið nýtt skrásetningarnúmer, sem nota
má jafnframt eldra númeri, en þau naut, sem viður-