Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 98
92
BÚNAÐARRIT
og Ketil Gravir, sérfr. við búfjárræktarrannsóknar-
stofnun landbúnaðarliáskólans í Ási. Meðan ég dvaldist í
Svíþjóð, heimsótti ég aðalstöðvar sænska búfjárræktar-
sambandsins í Hállsta og tilraunastöðina í Wiad, en þar
gafst mér kostur á að ræða við og ferðast um með þeim
sérfræðingum, sem vinna að rannsóknum á þessu sviði.
Til Noregs kom ég 9. júlí og dvaldist þar til 18. júlí og
heimsótti aðalstöðvar Norska nautgriparæktarsambands-
ins í Hamra, en þar kynnti ég mér, hvemig mjalta- og
júgurmælingar em framkvæmdar á kvígum á búum hjá
bændum, en á meðan ég dvaldist á landbúnaðarháskól-
anum í Ási, kynnti ég mér þær ritgerðir, sem birtar hafa
verið um rannsóknir á þessu sviði. Frá Noregi fór ég
til Danmerkur, þar sem ég var í 2 daga, en ég kom heim
úr ferð minni 21. júlí. Eftir heimkomuna lief ég unnið
að því að gera breytingar á mæliaðferðum við mjalta-
eiginleika og taka upp ýmsar nýjungar varðandi þetta
efni, þannig að rannsóknir á þessu sviði séu í samræmi
við þær, sem gerðar eru annars staðar á Norðurlöndum.
Þakka ég stjóm Búnaðarfélags Islands og búnaðarmála-
stjóra svo og öðmm, sem greiddu svo för mína, að ég
gat tekizt þessa námsför á liendur, og hafði gagn af, en
það skiptir mestu máli.
Æskulýðsráð Reykjavíkur efndi til búvinnunámskeiðs
fyrir unglinga 24.—29. maí og leitaði eftir samvinnu við
Búnaðarfélag Islands. Var mér falið að annast þau mál,
hvað ég gerði. Efnt var til námskeiða í nautgripasæðing-
um sl. haust og kenndi ég fóður- og æxlunarlífeðlisfræði
á námskeiðinu.
Ég átti sæti í Útvarpsfræðslunefnd ásamt Magnúsi
Sigsteinssyni fyrir Búnaðarfélag Islands, og vísa ég til
starfsskýrslu Magnúsar um störf nefndarinnar.
Ég þakka öllum samstarfsmönnum minum góða sam-
vinnu á árinu.
1 janúar 1972.
Jóhannes Eiríksson.