Búnaðarrit - 01.01.1972, Side 111
SKÝRSLU R STARFSMANNA
105
greiða framlag fyrir starfsárið 1969—’70. Þrjú félög bætt-
ust í hóp starfandi félaga. Þau eru Sf. Smári, Mýralireppi,
Vestur-lsafjarðarsýslu, Sf. Hjalti í Hjaltastaðaþinghá, N.-
Múlasýslu og Sf. Rangárvallalirepps, Rangárvallasýslu.
1 þessum hreppum öllum liafa áður starfaö félög og er því
liér um endurvakin félög að ræða. Býð ég þau velkomin
til starfa. Félagsmönnum hefur lieldur fækkað frá árinu
áður, en erfitt er að gera sér grein fyrir því, þar eð
nokkur tilhneiging er til þess hjá félagsmönnum af sama
bæ, að liafa ærnar undir einu nafni. Er það til hagræðis
við allt uppgjör og gefur réttari niðurstöður við einkunna-
gjöf, bæði áa og ærfeðra og lambafeðra. Það er þó því
aðeins rétt, að færa ærnar á eitt og sama nafn, að þær
séu fóðraðar saman. Séu þær ekki fóðraðar í sama liúsi
er rétt að færa þær á sitt livort nafnið. Ær, sem nutu
framlags árið 1969—’70, vora 44.719, og er það færra en
árið áður. Hins vegar má búast við, að til uppgjörs komi
nú fleiri ær en 1968—’69. Ær á hvem félagsmann munu
nú vera um 60 að jafnaði.
Afkvœmarannsóknir voru framkvæmdar og nutu fram-
lags sem liér segir:
Fjöldi Fjöldi
Fjirræktaríélag — Staður hópa á a
1. Mávahlíð, Borgarfirði ........................ 26 394
2. Hjarðarfell, Snæfellsnesi..................... 2 26
3. Sf. Kirkjubólelirepps, Strandasýslu ............... 5 62
4. Sf. öxfirðinga, Norður-Þingeyjarsýslu.............. 5 89
5. Sf. Sléttunga, Norður-Þingeyjarsýslu .............. 3 30
6. Sf. Hlíðarhrepps, Norður-Múlasýslu ................ 8 150
7. Sf. Breiðdæla, Suður-Múlasýslu ................... 13 199
8. Sf. Mýrahrepps, Austur-Skaftafellssýslu .......... 12 223
9. Sf. Skeiðahrepps, Árnessýslu....................... 5 60
10. Sf. Gnúpverja, Ámessýslu ......................... 5 60
Samtals: 84 1293
líannsókn á Hjarðarfelli lauk á árinu 1970 og sömu-
leiðis í Sf. Hlíðarhrepps, en í síðastnefnda félaginu voru