Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 116
110
BÚNAÐAIiRIT
Hrossarœktarrá&unauturinn
Hrossarœktarsambönd. Hin nýstofnuðu sambönd fyrir
norðan eru nú óðum að koma skriði á starfsemi sína og
treysta starfsaðstöðu sína. Sameiginlega hafa þau ásamt
öllum hestamannafélögum í fjórðungnum sótt um leyfi
til að lialda aukafjórðungsmót næsta sumar. Hefur Bún-
aðarfélag íslands samþykkt það, og verður mótið lialdið
í júlí n. k. Að öðrum kosti hefðu liðið 6 ár milli móta
í Norðlendingafjórðungi.
Húnvetningar stofnuðu árið 1970 lirossaræktarfélög í
6 lireppum: Ás- Sveinsstaða-, Torfalækjar-, Engililíðar-,
Svínavatns-, og Bólstaðarhlíðarhreppi. Félögin mynda
hrossaræktarsambandið. Þeir liafa leigt tvær jarðir og
girt þær, fyrir starfsemi sína, auk girðingar á Syðri-
Löngumýri, sem til var áður. Þeir hafa sótt um framlag
til afkvæmaprófana á stóðhestunum Vattari 595 og Abel
613 og fengið jákvætt svar. Notaðir voru 25 stóðhestar
til 431 hryssu vorið 1970, og sett á vetur sl. haust 195
folöld, sem er allt of fátt, eigi að nást árangur í rækt-
un af því starfi og fjármagni, sem lagt er af mörkum.
Vestur-Húnvetningar hafa reynt að spoma við lausa-
gangi stóðhesta í Miðfirði og undanfarin vor höfum við
Aðalbjörn Benediktsson merkt hesta til heimanotkunar.
Stofnuð hafa verið tvö hrossaræktarfélög í Torfustaða-
hreppnum. Á liðnu vori var Rökkvi 552 frá Dalkoti not-
aður í þessum hreppum til beztu hryssnanna. Ennþá em
Vestur-Húnvetningar ekki orðnir virkir þátttakendur í
hrossaræktarsambandinu.
SkagfirSingar eiga nú engan stóðhest í sínu sambandi,
en nota einvörðungu leiguhesta. Nýr formaður er Friðrik
Stefánsson, Glæsibæ, Staðarhreppi. Á árinu 1970 stofn-
uðu þeir hrossaræktarfélög í 6 hreppum: Lýtingsstaða-,
Seylu-, Skarðs-, Rípur-, og Akralireppi út, og heitir Svaði,
Akralireppi fram, Haganeshreppi og á Sauðárkróki.