Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 117
SKTRSLUR STARFSMANNA
111
Fyrir voru félög í Óslandshlíð og Geisli í Staðarhreppi.
Fjórir stóðhestar í eigu einstaklinga verða væntanlega
afktfæmaprófaðir í vetur. Tamningarstöð er alltaf rekin á
vetri hverjum af Hestamannafélaginu Léttfeta á Sauðár-
króki. Er nú unnið að því að bæla niður fjörmikla
gradda, sem hlaupa um endilangt hérað sumarlangt, með
því að takmarka þeirra yfirreiðarsvæði. Nokkuð ferðaðist
ég um, bæði í vor og haust, til að velja liesta vegna vænt-
anlegrar sýningar á Vindheimamelum og skipulagningar
þar. Stóðhesturinn Roði frá Eyhildarholti var seldur
Sigurði Magnússyni, Sauðárkróki.
Hrossaræktarsambandi‘8 Haukur í Eyjafirði og S.-Þing-
eyjarsýslu, sem á tvo stóðhesta, hefur leigt þá báða í
burtu, Fjölni 592 til Vopnafjarðar og Þokka 607 að Efra-
Ási í Hjaltadal. Aftur á móti höfðu þeir tvo borgfirzka
hesta á leigu í sumar: Gust 638 frá Kletti og Kvist 640
frá Hesti. Þá var Glaður 404 notaður í Þingeyjarsýslu.
Vorið 1970 voru 12 stóðliestar notaðir til 188 liryssna, og
voru sett á 128 folöld af 138, er upp komust, og er það
gott hlutfall. Um Eyjafjörð ferðaðist ég í vor til að skoða
fola.
Sunnlcndingar keyptu Geisla 588 frá Sandlækjarkoti
af Vestlendingum, en seldu Faxa frá Skarðshlíð til Dan-
merkur. Eiga þeir nú 13 stóðhesta. 4—5 þeir yngstu verða
í þjálfun hjá formanni sambandsins, Þorgeiri bónda á
Hrafnkelsstöðum. Er sú ráðstöfun góð, að hafa folana
undir hendi sama manns, því þá fæst réttari samanburð-
ur á hæfileikum þeirra. Einn hestur sambandsins, Hrafn
628, verður afkvæmaprófaður í vetur svo og Gulltoppur
630, sem er í eigu nokkurra bænda í Árnessýslu. Á prjón-
unum er að semja við hryssueigendur um að fá afkvæmi
hryssna, sem leiddar eru undir vissa hesta, til afkvæma-
rannsókna, er þau komast á tamningaraldur. Ég hef
margbent á þetta og tel að velja þurfi hryssurnar sér-
staklega, hafa á þeim dóma til samanburðar við afkvæm-
in, svo að hægt sé að reikna út erfðagetu þess hests, er