Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 121
SKÝUSLUR STARFSMANNA
115
var haldinn að Hólum 18. október. Þann fund sátu einnig
varamenn ráðlierraskipaðir, bændurnir Gísli Jónsson,
Víðivöllum og Jón Friðriksson, Ásgeirsbrekku.
Fjórtán folöld fæddust á búinu. Af þeim fórst eitt
nýfætt (Blökk/Gári), annað var ófeðrað og selt (Erna).
Tvö voru felld undan Hæru/Drafnari og Vindu/Drafn-
ari. 4 hryssur voru geldar: Grásokka, Kolbrún, Brynja og
Brunka og Drótt var ekki lialdið þá. Eitt liestfolald, leir-
ljóst, var selt u. Musku/Drafnari og merfolald keypt u.
Síðu 2794/Glað 404.
Þá eru níu lieimafædd folöld sett á vetur undan Dreyra
621 (3) Hrafnkeli (4) Gára (1) og Grami 688 (1).
Búfjárræktarráðstefna Búnaðarfélags íslands var liald-
in í marz. Þar var einn dagur helgaður lirossaræktinni.
Ég flutti þar tvö erindi um starfsemi og þróun lirossa-
ræktarinnar frá uppliafi undir stjórn Búnaðarfélags Is-
lands og um afkvæmarannsóknir. Aðrir, sem erindi fluttu,
voru: Gunnar Bjarnason um útflutningsmál lirossa, Leif-
ur ICr. Jóhannesson um fjármögnun lirossaræktarsam-
banda og Einar E. Gíslason um starfsemi Skuggafélagsins
í Borgarfirði.
Miklar og f jörugar umræður urðu fram á liarða kvöld,
en þarna voru saman komnir forsvarsmenn allra lirossa-
ræktarsambanda og ræktunarfélaga og búa í landinu, auk
annarra gesta.
Hrossarœktarsamband íslands var stofnað í Borgar-
nesi 24. apríl 1971. Aðilar eru öll lirossaræktarsambönd-
in, fimm að tölu, Skuggafélagið og Hrossakynhótahúið á
Hólum. Samtökin eru ætluð til að sameina félögin til
frekara starfs að ræktunarmálum og að auka og auð-
velda aukin kynni forystumanna lirossaræktarinnar.
Aðalfundi á að hahla til skiptis í fjórðungunum, og
stjórnun á að vera til skiptis í höndum allra aðila.
Fyrstu stjórn skipa Sunnlendingar, og er Jón Bjarnason,
Selfossi, formaður.
Reiðkennsla. Hestamannafélagið Fáknr í Reykjavík