Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 124
118
BÚNAtíAKKIX
GraShestamat, lífhrossaval, mœlingar: Ég ferðaðist
víða til að velja og meta graðfola, fór um allt Suðurland,
Vesturland, báðar Húnavatnssýslur, Skagafjörð, Eyja-
fjörð og Fljótsdalshérað og bókfærði með ætt, málum og
lýsingum 172 graðfola. Þá valdi ég folöld til lífs, mældi
og bókaði hross á Hólum, í Kirkjubæ, í Skuggafélaginu
og hjá Eyfellingum.
TamningarstöSvar heimsótti ég margar og kom oft á
sumar: Hellu, Kirkjubæ, Hrafnkelsstaði, Fák, Reykja-
vík, Hest, Hvítárbakka, Hofsstaði í Borgarfirði, Óxl í
Þingi, Sauðárkrók, Hóla í Hjaltadal og Höskuldsstaði í
Eyjafirði.
Afkvœmarannsóknir: Eins og að framan getur voru
þrír stóðhestar afkvæmarannsakaðir og greiddi Búnaðar-
félag Islands 130 þúsund krónur til þeirrar starfsemi.
Voru það Logi 605, kr. 62.092,00 fyrir 20 tamningareldis-
mánuði, Kvistur 640, kr. 39.216,00 fyrir 12 tamningareldis-
mánuði, báðir eign Hrossaræktarsambands Vesturlands,
og Hrímnir 585, kr. 29.412,00 fyrir 18 tamningareldismán-
uði á bálfu gjaldi, þar sem afkvæmin voru tamin heima
lijá eiganda, Gísla Höskuldssyni, Hofsstöðum, en ekki
á tamningarstöð.
/ œttbókina voru skráðir 11 stóðhestar og 77 kynbóta-
hryssur. Á Búnaðarþingi í fyrra ræddi ég nokkuð um
álit mitt á því, að komið verði á stofn stóSliestastöS. Ég
tel það mjög aðkallandi mál og vænti þess að hreyfing
komizt á það á þessu ári.
Að lokum færi ég stjóm Búnaðarfélags Islands og
búnaðarmálastjóra beztu þakkir fyrir sífellt góðar undir-
tektir við málaleitanir mínar. Öska ég nýjum formanni
og nýjum stjórnarnefndarmönnum alls góðs um leið og
ég þakka fráfarandi formanni, hinum glæsta og fjölliæfa
bónda, Þorsteini Sigurðssyni, kærlega fyrir góð samskipti
liðinna ára. Samstarfsmönnum mínum um land allt
þakka ég kærlega og bið öllum árs og friðar.
Þorkell Bjarnason.