Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 132
126 BÚNAÐARRIT
gerð flórrista, bása og kýrbanda meS tilliti til leiðbein-
inga í þeim efnum.
Dagana 26.—27. maí fórum við Ólafur og Jóbannes um
Borgarfjörð og Snæfellsnes sömu erinda. Ekki vannst
tími til þess að skoða ristarfjós á Suðurlandi áður en
kúm var sleppt.
1 júní beimsótti ég nokkra bændur í Ámessýslu. 7.
júní fór ég norður í Eyjafjörð og var þar í þrjá daga,
að beiðni Bsb. Eyjafjarðar, til þess að líta á votheysturna
hjá bændum í Höfðahverfi ásamt Stefáni Þórðarsyni,
ráðunaut. Heimsóttum við alla bændur í Höfðahverfi,
sem áttu votheysturna, en nokkur uggur var í þeim
vegna tumsins, sem hmndi þar haustið 1970, þegar verið
var að hirða í bann grænfóður. Var ákveðið að styrkja
alla turnana með járngjörðum, þannig að þeir þyldu
ömgglega þrýstinginn af grænfóðrinu. Einnig var bænd-
unum bent á nauðsyn þess að gera ráðstafanir til þess
að vatnið og safinn úr jurtunum fengi greiða leið að
frárennsli út úr turnunum, en það minnkar stórlega þrýst-
inginn á tumveggina. Hinn 24. júní fór ég upp í Borgar-
fjörð til þess að skipuleggja tilraunir með mismunandi
flórristar með Ólafi Guðmundssyni í tveim fjósum þar.
1 ágúst fór ég með Ólafi Guðmundssyni að Hvammi og
Fit, V.-Eyjafjallahreppi, til þess að líta á lofttæmdar
votheysgeymslur, sem Einar Guðjónsson í vélsmiðjunni
Bjargi hf. hefur komið upp þar. 1 október fór ég ásamt
Ólafi Guðmundssyni og Haraldi Árnasyni tvisvar austur
að Borgareyrum, V.-Eyjaf jallalireppi, en þar hefur Einar
Guðjónsson byggt 7 m víða votheysgeymslu, sem átti að
lofttæma, þegar búið var að hirða í hana. Ekki gekk
það þó greiðlega.
Dagana 4.—12. september ferðaðist ég um Múlasýslur,
Þingeyjarsýslur og Eyjafjörð. 1 fylgd með héraðsráðu-
nautum lieimsótti ég bændur, sem hugðu á byggingu
gripaliúsa, og skoðaði einnig nokkur nýlega byggð gripa-
hús.