Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 136
130
BÚNAÐARRIT
einkað sér efni þeirra og aðhæft það búskap sínum. Við
kynningu á árangri rannsókna og tilrauna hefur þó ein-
att verið við það miðað, að þeir, sem vilja skoða niður-
stöður út í æsar, fái árangurinn túlkaðan með tölulegum
staðreyndum, enda þótt töflur séu ekki vinsælar af þorra
lesenda. En þess ber að minnast, að Freyr er fagrit,
ekki bara bænda, heldur og ráðunauta og annarra, sem
gjarnan vilja tileinka sér nýjustu vísindi. Raunar er
efnið fyrst og fremst túlkað þannig, að allir, sem sótt
hafa bændaskóla, njóti þess sem áframlialdandi og vax-
andi þekkingar í búfræði.
Áskriftargjaldið var óbreytt frá fyrra ári, en verð-
hreyfingar í lok ársins, til hækkunar á öllu því, er snertir
útgáfustarfsemi, lilýtur að liafa í för með sér hækkandi
áskriftargjald á komandi ári.
Þar eð umræddar liækkanir eru um eða yfir 20%,
ákvað útgáfustjórn í árslok, að áskriftargjablið verði
aðeins kr. 350 árgangurinn 1972, og verði þá útgáfumagn
jafnvel miðað við liallarekstur.
2. Almenn búnaðarfræðsla
1 blutverki mínu við ritstjórn fagblaðs bændanna berast
að böndum ýmis viðfangsefni, sem sinna verður utan
ritsins, viðfangsefni í verkaliring almennrar upplýsinga-
þjónustu.
A. Til þeirra telzt í fyrstu röð notkun myndavals þess,
sem Búnaðarfélagið á. Eins og að undanfömu hef ég
haft aðalumsjón með safninu, en það nota ráðunautar
stofnunarinnar, héraðsráðunautar og fleiri. Síðan sjón-
varpið hóf starfsemi sína befur farið svo hér, eins og
með öðrum þjóðum, að notkun kvikmynda í þjónustu
búnaðarfræðslu liefur minnkað. Á árinu vom keyptar
aðeins tvær myndir, en í undirbúningi er aukin fram-
leiðsla innlendra kvikmynda frá vettvangi landbúnaðar-