Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 138
132
BÚNAÐARKIT
sem gátu lagt af mörkum hey lianda þeim mörgu, sem
áttu allt of lítiS. Á vordögum fór allt miklu betur en
útlit benti til, því að maímánuður var hagstæður bú-
endum, svo að þrátt fyrir lítinn forða áttu margir fym-
ingar þegar á reyndi. Viðbúnaður var hins vegar um-
fangsmikill síðla vetrar til þess að tryggja bændastéttinni
nægilegar birgðir, þótt hart hefði orðið. Leiddi það til
þess, að á sumum verzlunarstöðum vom birgðir kraft-
fóðurs talsverðar eða miklar þegar búfénaður var allur
kominn á beit. Það er að sjálfsögðu ekki hagur fyrir
verzlanir að liggja með miklar birgðir til næsta vetrar,
en einhverjir verða að hafa birgðir í góðum ámm, því
að enginn veit fyrirfram, hvort vorin verða fóðurfrek
eða ekki.
Hvað sem líður kaupum á erlendu fóðri á hverjum
tíma þá er það sú fóöurvara, sem auðveldast er að
geyma affallalítið, og það er einnig sú vara, sem nauð-
synlega þarf að nota í verulegum mæli til þess að nýta
afurðahæfni búfjár okkar til fulls.
Eftirtekja liðins sumars var almennt talin með ágæt-
um. Þrátt fyrir það sýna forðagæzluskýrslurnar, sem bár-
ust Forðagæzlunni hjá Búnaðarfélagi Islands í árslok
1971, að til eru í ýmsum sveitum einstaklingar, sem
vantar tilfinnanlega fóður svo að vel sé á vetur sett. 1
því sambandi má geta þess, að Forðagæzlan hefur sent
sveitarstjóm hvers hrepps nöfn þeirra bænda, sem sam-
kvæmt mati forðagæzlumanna skortir yfir 25% fóðurs,
til þess að vel sé á vetur sett. Að öðm leyti vísast til
ítarlegrar greinargerðar um forðagæzlumálin í skýrslu
minni í fyrra.
INátengt þessu verkefni er sú staðreynd, að mál það,
sem ég hef lagt mikla vinnu í um undanfarin ár og
varðar birgðastöð fyrir erlenda fóðurvöm hér á landi,
er nú orðin að virkileika og á frainundan sitt þróunar-
og vaxtarskeið, en það er fyrsti áfangi kornsílóa, sem
reistur var sl. ár í Simdahöfn í Reykjavík og rúmar á