Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 143
SKÝKSLU K STARFSMANNA
137
Búna'ðarhagfrœ&irá'ðunauturinn
Vinna á skrifstofunni var að töluverðu leyti tileinkuð
Búreikningastofunni. Samstarf var mest við bændur, sem
fært hafa búreikninga. Nokkrar áætlanir voru gerðar og
bændum leiðbeint um fjárliagsleg atriði á skrifstofunni,
bréflega og með heimsóknum.
1 febrúar og marz var unnið að tölfræðilegri rannsókn
á framlegðarreikningum sauðf jár })eirra bænda, sem fært
hafa búreikninga. Með forskrift við tölvu Háskólans, er
nefnd hefur verið Samsvörunargreining eða „Stepwise
Multiple Regression“, var leitað að þeim þáttum, sem
hafa mest áhrif á fjárhagsafkomu sauðfjárbænda. Niður-
stöður þessarar rannsóknar styðja stefnu Biinaðarfélags
Islands í sauðfjárræktarmálum, er miðar að liámarksaf-
urðum. Framlegð á kind reyndist því liærri, sem frjósemi
sauðfjárins var meiri, og gildir það einnig um framlegð
á vinnustund. Bændur, sem aukið liafa frjósemi ánna
undanfarin ár, liafa ótvírætt betri fjárhagsafkomu heldur
en hinir, sem ekki liafa stefnt að hámarksafurðum.
Á árinu flutti ég einn búnaðarþátt í útvarp auk erindis
í bændaviku. 1 búnaðarblaðið Frey skrifaði ég eina grein.
Eins og áður fór nokkur tími í að gera Ársskýrslu Bú-
reikningastofunnar.
Fundir og ferðalög
Ferðalög út á land voru lítil fyrri hluta ársins. 1 lok
ágúst og byrjun september ferðaðist ég um Dalasýslu,
Barðastrandarsýslur og með Jóni Hólm Stefánssyni, ráðu-
naut, um Isafjarðarsýslur. I sömu ferð fór ég með Brynj-
ólfi Sæmundssyni, ráðunaut, um Strandasýslu. Á aðal-
fundi Búnaðarsambands Strandasýslu, sem þá stóð yfir,
flutti ég erindi um biireikninga.
Síðari liluta september var ferðast um Norður-Þing-
eyjarsýslu og með Stefáni Skaftasyni, ráðunaut, um Suð-