Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 151
SKÝRSLU R STARFSMANNA
145
V eiðihundar nir
Engar breytingar hafa orðið á hundabúinu, sem rekið er
á vegum starfsemi minnar, frá því, er verið hefur. C. A.
Carlsen sér um vörzlu hundanna og daglega fóðrun, og
er hann búsettur á staðnum. Á húinu eru mismunandi
margir liundar ár frá ári, þetta 20—40, sem margir
minkaveiðimenn eiga. Frá búinu er árlega útvegaðir
þjálfaðir liundar og livolpar út um allt land til veiði-
manna.
Svartbakm-inn
Varpbændur, fiskræktarmenn og fleiri, sem verða fyrir
tjóni af völdum svartbaks og hrafns, leita mikið til mín
um aðstoð. Ég lief ekkert með eyðingu svartbaks að
gera utan þess, sem viðkemur verðlaunum fyrir að skjóta
hann, en þau eru kr. 20,00 á hvern fugl eð tæplega fyrir
skotkostnaði. Alls hafa mér borizt tölur um 4234 svart-
baka, sem unnir voru með skotvopnum árið 1970.
Loðdýraræktin
Á árinu 1971 hófu þrjú ný minkabú starfsemi, en þau
eru :
Arktikminkur hf., Akranesi, sem flutti inn 610 minka
í byrjun janúar. Grávara hf., Grenivík, sem skömmu
seinna flutti inn 1700 dýr. Dalsbú hf., Helgadal, flutti svo
1000 hvolpafullar læður til bús síns í aprílmánuði. öll
dýrin komu frá Noregi.
Eru þá minkabúin á landinu alls orðin sjö talsins, og
mun láta nærri, að um 6 þúsund læður liafi verið á
þessum 7 húum sl. ár og í kringum 18—19 þúsund minka-
livolpar liafa lifað til liaustsins. Aflífun dýra og verkun
skinna liefst í nóvember og stendur fram yfir áramót, svo
10