Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 178
172
BUNAÐARllIT
verSar sveiflur liafa verið í þessu frá ári til árs, en í stór-
urn dráttum er niðurstaðan rétt. Frá árinu 1969 liefur
þó orðið sú breyting á Hvanneyri, að yngri deild hefur
verið lögð niður, og hefur skólinn síðan útskrifað nálægt
50 búfræðinga á ári. Á Hólum liefur liins vegar enn ekki
þótt fært að leggja yngri deild niður sökum ónógrar und-
irbúningsmenntunar margra nýsveina. Síðustu þrjú árin
liafa því nálega 70 búfræðingar útskrifazt árlega hér á
landi.
Nú er það alkunna, að ekki verða allir búfræðingar
bændur, hefur ablrei verið svo og mun ekki frekar verða
í framtíðinni. Eru ekki tiltækar viðhlítandi skýrslur tim
það, livað stór hluti búfræðinga leggur fyrir sig búskap
eittlivert tímabil að loknu námi, allra sízt nýlegar athug-
anir. Þó hefur þetta verið lítillega kannað, og er niður-
staðan í stuttu máli sú, að algengast er, að 50—70% livers
árgangs gerist bændur fyrr eða síðar að loknu námi. Virð-
ist vera óhætt að reikna með, að 60% búfræðinga verði
bændur, og verður svo gert hér. Samkvæmt því má reikna
með, að öllu óbreyttu, að um það bil 40 búfræðimennt-
aðir nýliðar gangi inn í bændastéttina á ári hverju næstu
árin.
Nú eru bændur á Islandi taldir rösklega 5000 talsins
sainkvæmt gögnum frá Landnámi ríkisins, sem að vísu
eru miðuð við árslok 1970. Sé reiknað með, að meðalliú-
skaparævi bóndans sé 25 ár, en um þetta eru raunar engar
fáanlegar lieimildir, þá þyrfti 200 nýliða á ári til við-
lialds stéttinni. Væri þá aðeins um fimmti bver nýliði
með búfræðimenntun.
Reynt liefur verið með beinum atliugunum að komast
að raun um, Iive inikill hluti bænda í einstökum sýsluin
landsins bafi stundað búfræðinám. Hafa héraðsráðunaut-
ar kannað þetta liver á sínu svæði, og fer niðurstaðan
bér á eftir í töfluformi: