Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 184
178
BÚNAÐAKRIT
C. BúnaSarfrœSsla í almennum skólum. AS lokum
sýnist ástæða til að aðgæta, hvort ekki er tímabært að
taka upp kennslu einliverra búfræðigreina í almennum
skólum sveitanna, þ. e. á síðasta stigi skyldunámsins og
e. t. v. framlialdsstiginu. Fullnæging núverandi skyldu-
fræðslu í sveitum landsins virðist nú loksins vera að kom-
ast á góðan rekspöl. Gera má ráð fyrir, að í lok áratugs-
ins verði skipulag hennar orðið fastmótað. Nú er hins
vegar í ráði að lengja námsskyldu á Islandi um eitt ár,
þ. e. að 16 ára aldrinum. Það mun skapa ný vandamál
við að fullnægja skólaskyldunni víða í sveitum landsins.
Hins vegar er það mjög mikilvægt, að skólahverfi sveit-
anna fylgist með þróuninni í þessu efni og að ekki verði
gengið inn á neins konar undanþáguleið, sem mundi
valda því, að almenn skólamenntun sveitaæskunnar tæki
á ný að dragast aftur úr, eins og verið hefur nú um sinn.
Vafalaust hefur þetta það í för með sér, að færa verður
saman efstu bekki skyldunámsins milli skólahverfa sveit-
anna í ríkara mæli en nú er.
Við liljótum því að gera ráð fyrir, að það fólk, sem
kemur inn í bændaskólana, hafi að nokkrum árum
liðnum undantekningarlítið lokið skyldunámi, eins og
það verður þá. Það ætti að gera núverandi yngri deild
bændaskóla algerlega óþarfa, þannig að nemendur geti
strax tekið að nema raunveruleg landbúnaðarfög, eins
og nú er á Hvanneyri.
Mjög vœri þaS þú til bóta, ef á síðasta ári skyldunáms-
ins væri hægt að taka upp í sveitaskólunum, a. m. k. þeim
stærri, kennslu í búfræðigreinum þ. e. í nokkrum undir-
stöðufögum í búfræði s.s. grasa- og dýrafræði, fóður- og
áburðarfræði o. s. frv. Þessi fræði má einnig kenna sem
valgrein í framhaldsskólum, ef ástæða þykir til. Semja
þyrfti stutta og skýra kennslubók til þessara nota. Einnig
þyrftu kennarar sveitaskólanna að kynna sér efnið ræki-
lega t. d. á námskeiðum, sem við það væru miðuð.
Við hljótum að gera ráð fyrir, að hér eftir sem liingað