Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 185
BÚNAÐARÞING
179
til endurnýist bændastéttin fyrst og fremst af þeim efni-
viði, sem elst upp í sveitunum sjálfum. Það er því ekki
nema sjálfsögð fyrirhyggja, að lieimaskólinn búi ungl-
ingana undir það hlutverk, þótt í litlu sé, áður en hann
sleppir alveg af þeim liendinni. Slíkri fræðslu er hvort
eð er aldrei á glæ kastað.
IV. LeiSir til að örva aSsókn aS bœndaskólum
og búnaSarnámi.
Hér að framan hefur verið fjallað um það, livaða aðstaða
þurfi að vera fyrir hendi, til þess að sem flest bændaefni
geti aflað sér búfræðimenntunar. En það þarf einnig að
sjá fyrir því að auka áliuga ungra manna fyrir búnaðar-
námi og auðvelda þeim, sem af fjárhagsástæðum veigra
sér við að sækja bændaskóla. Einnig er nú fullkomlega
tímabært að taka til atliugunar, hvort ekki er réttmætt
að veita búfræðingum, sem verða bændur, einhverja um-
framfyrirgreiðslu við bústofnun og uppbyggingu jarð-
anna.
Hér skulu nefnd nokkur atriði, sem stuðlað gætu að
því að auka aðsókn að bændaskólunum og öðru búnaðar-
námi, sem kostur væri á.
A. Kynning og áróSur. Bændaskólarnir kynni starf-
semi sína og námstilhögun með útgáfu ritlinga, þar sem
skólanum er rækilega lýst. Slíkt kynningarrit, smekklega
gert, sem endurskoða þyrfti á fárra ára bili, þyrfti að
sendast öllum búnaðarfélögum og skólum í nálægum
héruðum.
B. Skipun skólanefnda: Líklegt er, að skólanefndir,
ef skipaðar yrðu, myndu styrkja eðlilega uppbyggingu
bændaskólanna og tengja þá traustari böndum við bænd-
ur og bændasamtök héraðanna. Er þá gert ráð fyrir, að
skólanefndir yrðu valdar af búnaðarsamtökum viðkom-
andi landsfjórðungs, en yfirstjórn fræðslumála landbún-