Búnaðarrit - 01.01.1972, Síða 186
180
BÚNAÐARRIT
aðarins skipaði formanninn. Eitt veigamesta verkefni
skólanefnda yrði að kynna starfsemi skólans fyrir bænd-
um og bændaefnum og stuðla að því, í samvinnu við bún-
aðarfélög og sambönd héraðanna, að ungir sveitamenn
notfærðu sér bændaskólana í miklu ríkari mæli en nú er.
C. Fjárliagsleg aðstoð: Alkunna er, að ungir menn,
sem liyggjast verða bændur, eru allflestir fjárvana mið-
að við þá gífurlegu fjárþörf, sem við blasir, þegar hefja
skal búrekstur. Margur kappsamur unglingur hikar við
undir þeim kringumstæðum að velja þann kost að fara
í bændaskóla, sem myndi kosta hann 50—60 þúsund
krónur, í staðinn fyrir að fara á vertíð eða aðra vel laun-
aða atvinnu og vinna sér inn tvöfalda þá uppliæð. Hér
þarf þjóðfélagið að hlaupa undir bagga. Réttmætt er að
veita búfræðingum ríflega námsstyrki, og væri ekki óeðli-
legt, að bændasamtökin (búnaðarfélög, búnaðarsambönd,
Stéttarsamband bænda) legðu einnig nokkuð fram í þessu
skyni. Það má alls ekki viðgangast, að ungir bændasynir
fari ekki í bændaskóla vegna fjárskorts, eins og oft mun
liafa átt sér stað.
D. Mismunun í opinberri fyrirgreiSslu. Allir eru sain-
mála um, að það sé mjög mikilvægt fyrir lieillaríka þróun
landbúnaðarins, að sem flestir bændur hafi búfræði-
menntun. Námið kostar búfræðingana bins vegar bæði
fé og fyrirhöfn, en veitir, eins og nú er liáttað, aðeins
óveruleg réttindi. Það virðist því bæði skynsamlegt og
sanngjarnt, að þjóðfélagið láti búfræðimenntaða menn
njóta fyrirgreiðslu á einlivem bátt fram yfir hina, sem
Jiafa sparað sér þennan kostnað. Þess má geta, að í Dan-
mörku liafa verið sett lög, sem ganga í þessa átt. Vel þarf
að kanna, á livern liátt þessi hugmynd sé framkvæmanleg.
1 fljótu bragði virðist helzt koma til greina, að mis-
mununin yrði í formi hagstæðari lánakjara til búfræði-