Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 187
BÚNAÐARÞING
181
menntaðra bænda, lengri lánstíma, lægri vaxta eða hvort
tveggja. Hætt er við, að þessi leið til örvunar á búnaðar-
námi verði ekki farin án þess að vekja einhverja óánægju,
og sjálfsagt yrði þetta mál að liafa nokkuð langan að-
draganda. Sennilega kemur þó að því fyrr eða síðar, að
það skilyrði verði sett, til þess að maður megi stunda
matvælaframleiðslu á lögbýlum, að hann hafi aflað sér
tilskilinnar fagþekkingar með húfræðinámi á bændaskóla
eða á annan liátt, eins og vikið er að liér að framan.
V. Yfirstjórn búnaðarfrœðslunnar.
Hingað til hafa búnaðarsamtökin í landinu haft fremur
lítil afskipti af fræðslumálum bændastéttarinnar. Bún-
aðarfélag Islands hefur engan fræðsluráðunaut, Stéttar-
samband bænda engan fræðslumálafulltrúa. Engar skóla-
nefndir eru við bændaskólana, síðan þeir voru gerðir að
ríkisstofnunum og ekki gert ráð fyrir þeim í lögum. Skól-
arnir lieyra undir landbúnaðarráðherra einan, sem skipar
skólastjóra og kennara í samráði við hann.
Búfræðslunefndin telur, að verði nú gert verulegt átak
til að efla búnaðarfræðsluna, sé nauðsynlegt að setja á
laggirnar fasta nefnd, sem hafi liönd í bagga um fram-
kvæmd liennar og skipulag. Til þess að tryggja tengsl
nefndarinnar við búnaðarsamtökin, er sjálfsagt, að þau
tilnefni fulltrúa í hana. Hér má t. d. hugsa sér, að um
væri að ræða þriggja manna nefnd skipaða af ráðherra,
einn eftir tilnefningu Búnaðarfélags Islands, annan eftir
tilnefningu Stéttarsambands hænda og þann þriðja án
tilnefningar.
Hlutverk nefndarinnar væri í aðalatriðum það að vera
ráðgefandi aðili við hlið ráðherra um allt fyrirkomulag
búnaðarfræðslunnar innan þess ramma, sem lög mæla
fyrir um hverju sinni, s.s. um námstilliögun, hugsanlega
verkaskiptingu milli skólanna, opinbera aðstoð við nem-
endur og um skipulag búnaðarfræðslu utan sjálfra bænda-
skólanna, eins og fjallað hefur verið um hér að framan.