Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 188
182
BÚNAÐARRIT
Slík nefnd yrði þannig tengiliður milli ráðuneytisins og
búnaðarsamtakanna annars vegar og skólastjórnanna
liins vegar, þ. e. skólastjóra og skólanefnda, ef þær verða
settar á stofn með lögum.
Það kæmi m. a. í hlut nefndarinnar að reyna að þoka
áfram og gera að veruleika þau drög að búfræðsluáætlun,
sem Búnaðarþing kann að samþykkja nú og síðar.
1 þeirri áætlun, sem liér er sett fram í álitsformi, er
auðvitað ekki stefnt að neinu lokamarki. Næsti áratugur
mun færa bændastéttinni að höndum sín verkefni á þessu
sviði. 1 því sambandi kæmi t. d. mjög til greina endur-
reisn bændaskóla á Austurlandi, svo eitthvað sé nefnt.
Búfræðslunefndin telur það utan við sitt ætlunarverk
að gera tillögur um námsefni og kennslufyrirkomulag
bændaskólanna. 1 þessu áliti er raunar reiknað með eins
vetrar eða eins árs bændaskólum fyrst um sinn, en vel má
vera, að það þyki ekki fullnægjandi síðar meir. Engum
getum skal að því leitt. Hins vegar vill nefndin benda á,
að þeir, sem með þessi mál fara í framtíðinni, hljóta að
athuga mjög gaumgæfilega verulegar breytingar og ný-
breytni í kennslu skólanna. Kemur þá fyrst upp í hug-
ann aukning verklegrar kennslu svo og möguleikar nem-
enda á einhverju vali milli greina með ákveðna sérhæf-
ingu í huga. Slíkt val gæti bæði komið til greina innan
hvers skóla og ekki síður í sambandi við verkaskiptingu
milli skólanna, sem áður er drepið á. Skal í því samhandi
minnt á nýjar búgreinar, svo sem fiskieldi og loðdýra-
rækt.
Þá er einnig nauðsynlegl að gera sér grein fyrir því, að
við bændaskólana verður að vera fjölþættur og öflugur
búskapur, og skólabúið rekið sem fyrirmyndarbú. Má
ekki sjá í það, þótt sá búskapur kosti einhver opinber
fjárframlög. Ennfremur er mikilvægt fyrir bændaskól-
ana, að við skólabúið eða í tengslum við það fari fram
sem víðtækust tilraunastarfsemi. Reynslan frá Hvanneyri
ber því ótvírætt vitni.