Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 200
194
BÚNAÐARRIT
og vélanámskeiða. Því er fyrir hendi að verulegu leyti
sú aðstaða, er með þarf til slíkra námskeiða og gert er ráð
fyrir í framangreindri ályktun.
Áríðandi er, að þessi starfsemi verði tekin upp eigi
síðar en á n.k. vetri, þar eð enginn bændaskóli starfar
á Austurlandi.
Mál nr. 19
Erindi Gísla Magnússonar og Þórarins Kristjánssonar
varðandi dreifingu menntastofnana um landið.
Málið var afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem sam-
þykkt var með 21 samhljóða atkvæði:
Þingið lýsir ánægju sinni yfir þeim skrið, sem nú er
kominn á uppbyggingu skóla og fullnægingu fræðslu-
skyldu í sveitum landsins, þar sem víða hafa risið upp eða
eru í smíðum myndarlegir barna- og unglingaskólar, sam-
eiginlegir fyrir mörg smá sveitarfélög. Vill þingið hvetja
til þess, að íbúar þeirra byggðarlaga, sem enn liafa ekki
komið skipulagi á skólamál sín, geri það hið fyrsta á hlið-
stæðan hátt.
Þingið lítur svo á, að heppilegast sé, bæði fyrir nem-
endur og fyrir viðkomandi byggðarlög, að skólum þeim,
er við taka, að skyldunámi loknu, sé valinn staður í sveit-
unum sjálfum eða þeim byggðarkjömum, sem þar liafa
víða myndazt á síðari árum. Þá telur þingið mjög mikil-
vægt, að beimavistir séu faldar umsjá sérstakra gæzlu-
manna, einkanlega við hina stærri skóla og þá, sem stað-
settir em í þéttbýli.
Ennfremur lýsir þingið þeirri von sinni, að liéraðs-
skólar og liúsmæðraskólar í sveitum landsins haldi áfram
að gegna þýðingarmiklu lilutverki í því skólakerfi, sem
nú er í mótun.
Þá vill Búnaðarþing lýsa fullum stuðningi við þá stefnu,
að efla beri framhaldsnám í búfræði á Hvanneyri, þannig
að þar verði fullkominn landbúnaðarskóli í tengslum við
Háskóla Islands.