Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 204
198
BÚNAÐARRIT
Greinargerð:
Með aukinni vélvæðingu liafa orSið stórfelldar framfarir
í allri verkmenningu. Þeirri þróun fylgja þó annmarkar.
Alvarlegast á því sviði eru hin tíðu slys, sem verða við
notkun vinnuvéla til sjávar og sveita. Fyrir utan það tjón
í glötuðum mannslífum og heilsu, sem aldrei verður bætt,
liafa margir aðilar orðið fyrir mjög tilfinnanlegum fjár-
útlátum í sambandi við slys, jafnvel þótt þeir hafi ekki
átt neina sök, aðra en þá að eiga áhöld eða tæki þau, sem
voru í notkun, þegar slys vildi til.
Því er áríðandi fyrir bændur að tryggja sig gegn slíku.
Yirðist einsýnt, að bezt kjör fáist með hóptryggingum á
félagslegum grundvelli.
Slíkar tryggingar eru nú fáanlegar, og þeir þættir, sem
fella má að hópslysatryggingarformi, eru:
a) Frjáls ábyrgSartrygging: Þessi trygging tryggir bónd-
ann gegn þeirri skaðabótaskyldu, sem á hann og/eða
búrekstur lians geta fallið, samkvæmt íslenzkum lög-
um eða réttarvenjum, enda sé skaðabótaskylda hein
afleiðing af tjóni á mönnum eða munum (þar með
taldar fasteignir og dýr) og ekki víðtækari en venjuleg
skaðabótaskylda utan samnings. Á sama liátt er hér
vernd gegn skaðabótaskyldu vegna starfsmanna og
fjölskyldu bóndans. Komi fram skaðabótakrafa vegna
ofangreinds, annast félagið málið og greiðir máls-
kostnað, ef til kemur, og gildir þetta þótt skaðabætur
og málskostnaður fari fram úr tryggingarupphæðinni.
Grunngjald fyrir ábyrgðartryggingu er 0,35%o af fast-
eignamati og kr. 100,00 fyrir hvern heimilismann yfir
18 ára að aldri. Gjald þetta er miðað við lieildartrygg-
ingarupphæð kr. 1.000.000,00 bætur fyrir hvem ein-
stakling og fyrir tjón á munum kr. 150.000,00.
Sé heildartryggingarupphæð kr. 4.000.000,00 reikn-
ast 35% álag á framangreint granngjald.
Með kr. 4.000.000,00 sem heildartryggingaruppliæð