Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 211
BÚNAÐARÞING
205
lielztu dæmi þess, sem komizt liafa í framkvæmd, inn-
flutningur lireindýra á 18. öld og minka á þessari öld.
Hreindýrunum fjölgaði liér eðlilega strax frá uppliafi
og voru um skeið allútbreidd í a. m. k. þremur lands-
f jórðungum, en eru nú einungis varðveitt á öræfum Múla-
sýslna. Mun lijörðin vera nálægt 3000 dýr, og telja ýmsir,
að liún sé nú óþarflega stór og færi betur, að liún væri
minnkuð að mun og lireindýrum þá e. t. .v. dreift eitt-
hvað um landið. Annar innflutningur grasbíta var reynd-
ur kringum 1930, þ. e. innflutningur sauðnauta. Þar mun
fyrst og fremst hafa komið til áliugi nokkurra manna á
því að auðga lífríki landsins um sérstæða og fágæta dýra-
tegund. Því miður mistókust þessar tilraunir, líklega
fyrir kunnáttuleysi í að fara með dýrin á réttan liátt.
Nú hefur hins vegar aftur vaknað áhugi á þessum dýrum
liér á landi, hæði sprottinn af sömu livötum og fyrr þ. e.
almennum náttúruáhuga og einnig vegna liugsanlegra
nytja af tömdum eða hálftömdum lijörðum sauðnauta.
Afurðir sauðnauta og þó einkum ullin er mjög verðmæt
vara, og er sauönautabúskapur að verða nytsamleg at-
vinnugrein sums staðar í nyrztu héruðum Norður-
Ameríku og nú síðast í Noregi í tilraunaskyni. Er ástæða
til að benda á eyðibyggðir Norður-lsafjarðarsýslu sem
álitlegan stað fyrir dálitlar hjarðir sauðnauta, því þó að
þar kunni eitthvað á að skorta, að örugg beit sé fyrir
sauðnaut í mjög miklum áfreðum, þá mun vera auðvelt
að líta eftir dýrunum, t. d. úr lofti, og sjá þeim fyrir auka-
fóðri, þegar nauðsyn krefur.
Innflutningur fleiri tegunda kemur og til greina í því
augnamiði að auka tilbreytni íslenzkrar náttúru og teg-
undir veiðidýra.
Er víst, að mikill áhugi er nú í landinu fyrir auðgun
íslenzkrar náttúru með meiri fjölbreytni dýralífs, og
ber að stuðla að því með innflutningi, þegar líklegt þykir,
að um hentugar dýrategundir sé að ræða og engin hætta
því samfara fyrir lífríki landsins.