Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 229
Landbúnaðurinn 1971
Eftir Halldór Pálsson.
Arferði. Árið 1971 var landbúnaSi hagstætt, þótt það
reyndist kaldara en meðalár á tímabilinu 1931—’60, en
var þó lilýrra en árin 1966—’70. Meðalliiti ársins var í
Reykjavík 4,5° C eða 0,5° C undir meðallagi, en á Akur-
eyri 2,9° C eða 1,0° C lægri en í meðalári. Janúar og nóv-
ember voru sérlega kaldir, en fehrúar lilýrri en í meðal-
lagi. Aðra mánuði ársins var hitinn frá því að vera í
meðallagi í apríl og maí niður í nokkru lægra, t. d. var
hitinn í júní—september 0,2° C undir meðallagi í Reykja-
vík, en 1,0° C lægri en í meðalári á Akureyri.
Ársúrkoman varð aðeins minni en í meðalári, en var
sérstaklega lítil í júní um land allt, aðeins 2 mm í Reykja-
vík. Sumarið var óvenju sólríkt um land allt og sérlega
hagstætt til heyskapar fram í síðari hluta ágúst, en eftir
það til liausts var veðráttan fremur óstöðug, en næturfrost
óvíða til skaða.
Veturinn 1970—’71 var góðviðrasamur og hagar nýtt-
ust vel. Kom það sér vel, því að hey voru víða lítil að
vöxtum. Hinsvegar voru þau óvenju góð og reyndust í
senn drýgri í heystæðum og betri til fóðurs en í venjulegu
ári. Sumarið og haustið 1970 keyptu bændur, sem verst
voru staddir með heyskap, öll þau liey, sem föl voru til
kaups. Auk þess var strax frá liaustnóttum til vors gefið
óvenju mikið af kjamfóðri til þess að treyna heyin fram
úr, hvernig sem voraði. Þetta gafst vel. Kýr gerðu óvenju
gott gagn, og sauðfé og liross gengu ágætlega undan vetri.
Samt var víða með minnsta móti tvílembt, vegna þess